Erlent

Björn drap mann í Svíþjóð

Sænskur veiðimaður sem var á elgsveiðum skilaði sér ekki eftir veiðiferð um helgina. Björgunarsveitir hófu leit og loks fannst veiðimaðurinn í nágrenni við bjarnarhíði og var ekki lengur á lífi. Talið er að hann hafi hrætt dýrið og vakið með þeim afleiðingum að björninn réðist á veiðimanninn. Björninn hefur ekki fundist en þetta er í fyrsta sinn í hundrað ár sem maður verði birni að bráð í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×