Erlent

Olíuverð snarlækkaði óvænt

Olíuverð snarlækkaði skyndilega og óvænt á markaði í New York undir lok dags í gær. Það fór hæst í 55 dollara og 33 sent en lækkaði svo um ríflega tvo dollara. Þegar lokað var fyrir viðskipti í New York í gær var verðið rétt rúmlega fimmtíu og þrír dollarar á olíufatið. Ástæðurnar eru tvær: svo virðist sem olíuþörf sé minni en talið var eða hafi snarlega minnkað, einkum í Kína, og í kjölfarið reyndu allir að selja í skyndingu með þeim afleiðingum að verðið lækkaði. Óvíst er hvort að þetta er aðeins tímabundin lækkun eða varanleg en í gær töldu sérfræðingar líkur á að verðið á fatinu færi upp í sextíu dollara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×