Erlent

Meiri launamunur en talið var

Launamunur kynjanna er meiri í Bretlandi en áður hefur verið talið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Laun kvenna eru fimmtungi lægri en laun karla, hálfu öðru prósenti meira en samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra. Útreikningar hafa breyst í millitíðinni og teljast nýju útreikningarnir lýsa veruleikanum betur en þeir gömlu. "Ungum konum gengur betur en nokkru sinni fyrr í skólum en mega búast við að verða fyrir miklum vonbrigðum þegar þær fara út á vinnumarkaðinn," sagði Julie Mellor, formaður Incomes Data Services sem vann skýrsluna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×