Erlent

Þingmaður sló starfssystur sína

Nígerískum öldungadeildarþingmanni hefur verið bannað að mæta á þingfundi næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að hann sló annan þingmann þegar þeir deildu um hvernig ætti að nýta fé sem fer til sveitarstjórnar á heimaslóðum hans. Þingmaðurinn Isa Mohammed neitaði í fyrstu öllum ásökunum en viðurkenndi í gær að hafa barið þingkonuna Iyabode Anisulowo. "Ég þekki tilfinningar margra Nígeríubúa, sérstaklega kvenna, og ég, Isa Mohammed, bið í dag hvern einasta íbúa Nígeríu afsökunar, einkum mæður okkar," sagði þingmaðurinn á blaðamannafundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×