Erlent

Kjósendur svartsýnir á efnahaginn

Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Helmingur aðspurðra sagðist telja að efnahagsástandið færi versnandi, fimm prósentustigum meira en fyrir mánuði síðan. Þeim sem töldu efnahaginn á uppleið fækkaði á milli mánaða. Í september taldi nær helmingur, 47 prósent, að framtíðin væri björt en nú eru innan við fjörutíu prósent þeirrar skoðunar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×