Erlent

Fjölga lífvörðum ráðamanna

Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza. Áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza hefur mætt mikilli andstöðu meðal Ísraela. Forystumenn landtökumanna og áhrifamiklir trúarleiðtogar hafa lagst hart gegn tillögunum og hafa hörðustu andstæðingar áætlunarinnar sakað Sharon um að vera einræðisherra sem ógni Ísraelsríki. Fastlega er búist við því að þingið samþykki áætlun Sharons. Þar ræður mestu að stjórnarandstæðingar munu ganga til liðs við hann og vegur það þyngra en sá fjöldi stjórnarliða sem greiðir atkvæði gegn tillögu forsætisráðherrans.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×