Fleiri fréttir Grátbað forseta Frakklands Franskur blaðamaður sem haldið er í gíslingu í Írak grátbað, í myndbandi sem sýnt var í nótt, Jaques Chirac Frakklandsforseta að láta undan kröfum mannræningjanna, og fella úr gildi bann við því að skólastúlkur hylji hár sitt. 31.8.2004 00:01 Ímyndunarveikur í átta ár Bandarískur karlmaður í Kaliforníu hefur fengið skilaboð frá lækni sínum um að hann sé ekki alnæmissmitaður eins og honum var greint frá fyrir átta árum. Maðurinn, sem heitir Jim Malone, hefur síðan honum var tilkynnt að hann væri smitaður af Hiv-veirunni sem veldur alnæmi, sótt stuðningsfundi alnæmissmitaðra, barist við þunglyndi og óttast dauðann. 31.8.2004 00:01 Góðar fréttir fyrir reykingamenn Rannsóknir á nýju hjálparmeðali fyrir reykingamenn á amtssjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn sýna að 40 prósentum þeirra sem nota lyfið tekst að losna við sígaretturnar í eitt skipti fyrir öll. Nýja lyfið er pilla sem heitir Variniklæn. 31.8.2004 00:01 Mótmæla til stuðnings föngum Grímuklæddir stuðningsmenn Hamas hreyfingarinnar gengu um götur Gasa borgar í gær ásamt hundruðum Palestínumanna til að styðja kröfur palestínskra fanga sem sitja í fangelsum í Ísrael. 31.8.2004 00:01 Áfram mótmæli í New York Mótmæli halda áfram á götum New York borgar. Mótmælin í gær voru þó ekki eins fjölmenn og mótmælin á sunnudag en nokkur þúsund manns tóku þó þátt. Andrúmsloftið virtist einnig vera léttara en mótmælendur lögðu áherslu á málefni heimilislausra, alnæmissjúkra og önnur velferðamál. Í kringum tíu þúsund lögregluþjónar eru við störf á svæðinu. 31.8.2004 00:01 Engin tengsl milli rána Nú er komið í ljós að bankaræningjarnir á Akerbryggju í Osló eiga ekkert sameiginlegt með ræningjunum í Stavanger og Jessheim annað en atvinnunna. Þeir eru einfaldlega ræningjar. Hitt er annað mál að ránið á Akerbryggju var skipulagt af þremenningunum meðan þeir sátu saman í fangelsi í Ósló. Tveir þeirra voru í helgarleyfi og sá þriðji í fæðingarorlofi hjá fjölskyldu sinni. 31.8.2004 00:01 Vill tryggja frelsi gíslanna Forseti Frakklands, Jacques Chirac, ítrekaði í dag að allt yrði gert til að frelsa tvo franska blaðamenn sem eru í haldi mannræningja í Írak. Chirac er í Rússlandi sem stendur og mun funda með Putin Rússlandsforseta og Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, en þeir voru á sínum tíma allir andsnúnir Íraksstríðinu. 31.8.2004 00:01 Réttarhöld yfir Milosevic hafin Ásakanir sem Slobodan Milosevic er borinn eru helberar lygar og málflutningur saksóknara við stríðsglæpadómstólinn í Haag er byggður á útúrsnúningi á mannkynssögunni. Þessu hélt Milosevic fram í morgun, þegar hann hóf málsvörn sína. 31.8.2004 00:01 Hóta Shaath lífláti Hópur palestínskra öfgamanna hótaði í morgun að ráða utanríkisráðherra Palestínu, Nabil Shaath, af dögum. Þeir segja þátttöku hans í ráðstefnu á Ítalíu með starfsbróður sínum frá Ísrael dauðasök. Snúi Shaath aftur til Gasa-strandarinnar verði hann tekinn af lífi. Til stendur að Shaath komi til Gasa í dag. 31.8.2004 00:01 Drápu tólf gísla Írakskur hópur uppreisnarmanna, Alsa al-Sunna, segist hafa drepið tólf gísla frá Nepal og sýndu þeir myndir af drápunum á íslamskri vefsíðu í dag. Í yfirlýsingu segjst þeir hafa framkvæmt dóm guðs yfir Nepölunum sem hefðu komið til landsins til að berjast við múslima og þjóna gyðingum og kristnum mönnum. 31.8.2004 00:01 Hamas ábyrg fyrir sjálfmorðsárásum Fimmtán fórust þegar öflugar sprengjur sprungu skammt frá eða um borð í tveimur strætisvögnum í suðurhluta Ísraels skömmu fyrir hádegi. Fimmtíu hið minnsta særðust. 31.8.2004 00:01 Bush og Kerry hnífjafnir Bush Bandaríkjaforseti hefur étið upp forskotið sem John Kerry var með í skoðanakönnunum. Fylgi frambjóðendanna tveggja er nú hnífjafnt. Fram eftir sumri naut John Kerry forskots á Bush í könnunum, bæði hvað almennar vinsældir snerti og svo í nokkrum lykilmálaflokkum. 31.8.2004 00:01 Bílsprenging í Moskvu Átta fórust og margir eru sárir eftir að öflug bílsprengja sprakk við neðanjarðarlestarstöð í Moskvu síðdegis. 31.8.2004 00:01 Bush lofsamaður á flokksþingi George Bush er sterk hetja sem sýndi hryðjuverkamönnum í tvo heimana. Þetta voru skilaboðin sem ræðumenn á flokksþingi repúblíkana sendu í gærkvöldi. Aðalræðumenn kvöldsins voru þingmaðurinn John McCain og fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani. 31.8.2004 00:01 Tólf gíslar myrtir Mikil reiði ríkir í Nepal eftir að tólf þarlendir gíslar voru myrtir af vígamönnum í Írak. Reiðin beinist hvort tveggja að morðingjunum en ekki síður að stjórnvöldum í Nepal sem þykja ekki hafa gert nóg til að tryggja lausn gíslanna. 31.8.2004 00:01 Ekkert að kosningunum "Enginn getur beitt valdi til að neyða fólk til að kjósa," sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann varði forsetakosningarnar í Tsjetsjeníu. Gagnrýnt hefur verið að kosningarnar hafi ekki verið nægilega lýðræðislegar og að viðamikið kosningasvindl hafi átt sér stað. 31.8.2004 00:01 Reyna enn að mynda stjórn Harðlínumenn á sitt hvorum væng norður-írskra stjórnvalda hefja í dag enn eina tilraunina til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, nokkuð sem hefur reynst þeim um megn. Viðræðurnar hefjast á sama tíma og þess er minnst að áratugur er síðan Írski lýðveldisherinn tilkynnti um vopnahlé, sem hefur reyndar ekki alltaf haldið. 31.8.2004 00:01 Demókrati í röðum repúblikana Öldungadeildarþingmaðurinn Zell Miller er ansi frábrugðinn öðrum ræðumönnum á flokksþingi repúblikana sem hafa það verkefni að sannfæra Bandaríkjamenn um að kjósa George W. Bush forseta í haust. Ástæðan er einföld. Miller er demókrati og hefur setið á þingi fyrir þá frá árinu 2000 en var um sextán ára skeið vararíkisstjóri í Georgíu. 31.8.2004 00:01 Víst má vinna baráttuna Degi eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali að líklega væri ekki hægt að vinna sigur í baráttunni gegn hryðjuverkum virtist hann kominn á öndverða skoðun. "Við hittumst á stríðstímum, þegar land okkar á í stríði sem það hóf ekki en mun fagna sigri í," sagði Bush á fundi með fyrrverandi hermönnum í Nashville. 31.8.2004 00:01 120 þúsund mótmæla Yfir 120 þúsund manns fjölmenntu á götur úti í New York borg í gær til þess að mótmæla stjórnunarháttum Bush. Þetta er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í mótmælum fyrir flokksþing í Bandaríkjunum en flokksþing Rebúblikana sem hefst í dag mun standa út vikuna. 30.8.2004 00:01 17 látast í Kabúl Að minnsta kosti 17 manns, þar á meðal börn, hafa farist í sprengjutilræðum í Kabúl um helgina. Fjarstýrð bílsprengja sprakk í gær fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska fyrirtækisins DynCorp, en fyrirtækið sér meðal annars um öryggismál fyrir Hamid Karzai forseta Afganistan. Einnig var gerð árás á skóla. 30.8.2004 00:01 Alkhanov forseti Tsétséníu Alu Alkhanov var kjörinn forseti Tsétséníu með nærri 85 prósentum atkvæða í kosningunum um helgina. Segja má að niðurstaðan komi ekki á óvart þar sem Alkanov var valinn af Putin Rússlandsforseta til þess að bjóða sig fram og helsti andstæðingur hans var útilokaður frá framboði. 30.8.2004 00:01 Rán fyrir tilviljun í klámmyndband Nýjasta vopnaða bankaránið í Noregi í nótt rataði fyrir tilviljun inn á klámmyndband og kann það að varpa ljósi á röð ofbeldisfullra stórrána í Noregi upp á síðakstið. 30.8.2004 00:01 Röskun á flugi SAS SAS flugfélagið þurfti að fella niður um það bil tuttugu flug frá Kaupmannahöfn í morgun vegna skyndiverkfalls flugmanna. Flugmennirnir ætla að hefja vinnu á ný fyrir hádegi en ljóst er að veruleg röskun hefur orðið á áætlunarflugi félagsins og þar með að líkindum á ferðum þó nokkurra Íslendinga 30.8.2004 00:01 Farandverkamenn kyrrsettir 240 farandverkamenn á 15 metra löngum trébát hefur verið kyrrsettir, af ítalska sjóhernum, í höfn við ítölsku eyjuna Lampedusa. Meirihluti fólksins segist vera frá Palestínu, en einnig er hluti fólksins frá Bangladesh og Írak. 30.8.2004 00:01 Fellibylurinn Chaba veldur usla Fellibylurinn Chaba gengur nú yfir suðurhluta Japans. Þrír hafa látist og 30 slasast. Um 6000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hugsanlegra flóða og hættu á skriðum. 300 þúsund manns á Kyushu eyjum eru án rafmangns. 30.8.2004 00:01 Flugskeyti á Vesturbakkanum Herþyrla Ísraelsher skaut flugskeyti að bíl á Vesturbakkanum í morgun, en í bílnum var sagður vera palestínskur skæruliði. Flugskeytið missti marks og lenti á íbúðarhúsi. Sjö ára stúlka særðist í árásinni. 30.8.2004 00:01 Frestur SÞ rennur út í dag Frestur sem Sameinuðu þjóðirnar veittu yfirvöldum í Súdan til að bæta öryggi í Darfur héraði, rennur út í dag. SÞ hóta aðgerðum ef yfirvöld í Súdan afvopna ekki uppreisnarmenn sem taldir eru hafa drepið þúsundir óbreyttra borgara og neytt marga til að flýja. 30.8.2004 00:01 Breytingar á félagslega kerfinu Umfangsmestu breytingar á félagslega kerfi Þýskalands standa fyrir dyrum. Hnattvæðing og aukin samkeppni knýja á um grundvallarbreytingar, sem almenningur virðist staðráðinn í að láta ekki yfir sig ganga. 30.8.2004 00:01 Flokksþing hefst í dag Forseti Bandaríkjanna á hvorki að vera demókrati né repúblíkani, íhaldssamur né frjálslyndur. Hann á að vera leiðtogi. Þetta eru skilaboðin sem senda á frá flokksþingi repúblíkana sem hefst í New York í dag. 30.8.2004 00:01 Senda neyðarhjálp til Súdan Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Darfur í Súdan. Þangað hefur ACT, Alþjóðaneyðarhjálp kirkna sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að, flutt 200 tonn af hjálpargögnum á síðustu mánuðum og ráðið 39 starfsmenn til hjálparstarfa. 30.8.2004 00:01 al-Sadr fyrirskipar vopnahlé Róttæki sjítaklerkurinn Múktada al-Sadr fyrirskipaði vopnahlé um allt Írak fyrir stundu. Einn nánasti aðstoðarmaður hans tilkynnti að uppreisnarhreyfing al-Sadrs hygðist hasla sér völl í írökskum stjórnmálum með friðsömum hætti. 30.8.2004 00:01 Spellvirki á olíuleiðslum Spellvirki á olíuleiðslum í Írak halda áfram. Í dag sprengdu skemmdarverkamenn upp olíuleiðslu við borgina Bagdad og olíuleiðsla sem lá í olíuhreinsunarstöð var skemmd í gær. 30.8.2004 00:01 Blair í samstuði við Berlusconi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, gengur nú haltur eftir að hafa leikið sér í fótbolta við hús sitt á Sardiníu. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að ástæðan fyrir meiðslum Berlusconi sé Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. 30.8.2004 00:01 Sprengiefni með handfarangri Ekki er leitað sérstaklega að sprengiefni í handfarangri flugfarþega í Bandaríkjunum. Bandaríska dagblaðið USA Today greindi frá þessu í gær í kjölfar þess að sprengiefni hefði fundist í handfarangri tveggja kvenna sem talið er að hafi grandað tveimur rússneskum farþegaflugvélum í síðustu viku. 30.8.2004 00:01 Ranglega greindur með alnæmi Síðustu átta ár hefur Jim Malone, sem býr í San Francisco, átt við mikið þunglyndi að stríða enda kannski ekki nema von því hann hefur búist við því að geta dáið nánast hvenær sem er. 30.8.2004 00:01 Fjölskylda Escobar tapar málssókn Ellefu ára málssókn kólumbískra stjórnvalda gegn fjölskyldu fyrrverandi eiturlyfjabarónsins Pablos Escobar er nú lokið með sigri stjórnvalda. Fyrrverandi eiginkona og börn Escobars, sem var skotinn til bana árið 1993, þurfa að láta glæsilegt sveitasetur sitt af hendi til ríkisins. 30.8.2004 00:01 Þrjú vopnuð rán á 14 dögum Bankaræningjarnir þrír sem voru handteknir skömmu eftir að hafa rænt peningaflutningabíl á Akers bryggju í Osló eru allir meðlimir í vafasömum samtökum eða klíkum samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Ránið er þriðja vopnaða ránið í Noregi á tveimur vikum. 30.8.2004 00:01 Útlendingar í Kabúl á nálum Bandaríkjamönnum í Kabúl er ráðlagt að læðast með veggjum eftir að ellefu verktakar fórust í gær í mannskæðustu árás í tvö ár. Árásin var gerð á höfuðstöðvar fyrirtækis sem sér meðal annars Hamid Karzai, forseta Afganistans, fyrir lífvörðum. Útlendingar í borginni eru sagðir á nálum. 30.8.2004 00:01 Albanar mómæla Hópur Albana mótmæli í Kósóvó í dag og krafðist þess að komist yrði að raun um hvað varð um þúsundir Albana sem hurfu sporlaust í Kósóvó-stríðinu. 3400 manna er enn saknað, en um tíu þúsund týndu lífi í stríðinu, flestir þeirra Albanar 30.8.2004 00:01 Mómæla umbótum Tugir þúsunda ævareiðra Þjóðverja ruddust út á götur borga og bæja í dag til að mótmæla fyrirhuguðum umbótum á velferðarkerfinu. Schröder kanslari segir umbætur óumflýjanlegar, en almenningur skellir skollaeyrum við orðum hans. 30.8.2004 00:01 Ræningi í helgarfríi fremur rán Glæpamaður í helgarfríi úr fangelsi rændi ásamt nýnasista peningaflutningabíl á Aker-bryggju í Osló í nótt. Lars Hannes er leiðtogi Bandidos-gengisins í Noregi. Hann fékk leyfi til að heimsækja foreldra sína um helgina og vantaði að því er virðist skotsilfur. 30.8.2004 00:01 Flokksþing Repúblikana hafið Sami grautur í annarri skál eða allt önnur Ella? Það er spurningin sem fréttaskýrendur og bandarískir kjósendur spyrja sig nú í upphafi flokksþings repúblíkana í New York. Fréttaskýrendur vestra segja repúblíkana eins og álfa út úr hól í þessari afar frjálslyndu borg 30.8.2004 00:01 Yfirburðasigur í Tsjetsjeníu Rússneskum stjórnvöldum varð að ósk sinni þegar Alu Alkhanov var lýstur sigurvegari tsjetsjensku forsetakosninganna með nær 74 prósent greiddra atkvæða. Þessi helsti yfirmaður lögreglunnar í Tsjetsjeníu naut stuðnings stjórnvalda í Moskvu og hafa stjórnarandstæðingar kvartað undan víðfeðmu kosningasvindli. 30.8.2004 00:01 Endanlegur sigur vinnst ekki Baráttan gegn hryðjuverkum gerir heiminn öruggari fyrir komandi kynslóðir en ræður vart niðurlögum hryðjuverkamanna sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. "Ég held að við getum ekki unnið baráttuna," sagði Bush. 30.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Grátbað forseta Frakklands Franskur blaðamaður sem haldið er í gíslingu í Írak grátbað, í myndbandi sem sýnt var í nótt, Jaques Chirac Frakklandsforseta að láta undan kröfum mannræningjanna, og fella úr gildi bann við því að skólastúlkur hylji hár sitt. 31.8.2004 00:01
Ímyndunarveikur í átta ár Bandarískur karlmaður í Kaliforníu hefur fengið skilaboð frá lækni sínum um að hann sé ekki alnæmissmitaður eins og honum var greint frá fyrir átta árum. Maðurinn, sem heitir Jim Malone, hefur síðan honum var tilkynnt að hann væri smitaður af Hiv-veirunni sem veldur alnæmi, sótt stuðningsfundi alnæmissmitaðra, barist við þunglyndi og óttast dauðann. 31.8.2004 00:01
Góðar fréttir fyrir reykingamenn Rannsóknir á nýju hjálparmeðali fyrir reykingamenn á amtssjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn sýna að 40 prósentum þeirra sem nota lyfið tekst að losna við sígaretturnar í eitt skipti fyrir öll. Nýja lyfið er pilla sem heitir Variniklæn. 31.8.2004 00:01
Mótmæla til stuðnings föngum Grímuklæddir stuðningsmenn Hamas hreyfingarinnar gengu um götur Gasa borgar í gær ásamt hundruðum Palestínumanna til að styðja kröfur palestínskra fanga sem sitja í fangelsum í Ísrael. 31.8.2004 00:01
Áfram mótmæli í New York Mótmæli halda áfram á götum New York borgar. Mótmælin í gær voru þó ekki eins fjölmenn og mótmælin á sunnudag en nokkur þúsund manns tóku þó þátt. Andrúmsloftið virtist einnig vera léttara en mótmælendur lögðu áherslu á málefni heimilislausra, alnæmissjúkra og önnur velferðamál. Í kringum tíu þúsund lögregluþjónar eru við störf á svæðinu. 31.8.2004 00:01
Engin tengsl milli rána Nú er komið í ljós að bankaræningjarnir á Akerbryggju í Osló eiga ekkert sameiginlegt með ræningjunum í Stavanger og Jessheim annað en atvinnunna. Þeir eru einfaldlega ræningjar. Hitt er annað mál að ránið á Akerbryggju var skipulagt af þremenningunum meðan þeir sátu saman í fangelsi í Ósló. Tveir þeirra voru í helgarleyfi og sá þriðji í fæðingarorlofi hjá fjölskyldu sinni. 31.8.2004 00:01
Vill tryggja frelsi gíslanna Forseti Frakklands, Jacques Chirac, ítrekaði í dag að allt yrði gert til að frelsa tvo franska blaðamenn sem eru í haldi mannræningja í Írak. Chirac er í Rússlandi sem stendur og mun funda með Putin Rússlandsforseta og Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, en þeir voru á sínum tíma allir andsnúnir Íraksstríðinu. 31.8.2004 00:01
Réttarhöld yfir Milosevic hafin Ásakanir sem Slobodan Milosevic er borinn eru helberar lygar og málflutningur saksóknara við stríðsglæpadómstólinn í Haag er byggður á útúrsnúningi á mannkynssögunni. Þessu hélt Milosevic fram í morgun, þegar hann hóf málsvörn sína. 31.8.2004 00:01
Hóta Shaath lífláti Hópur palestínskra öfgamanna hótaði í morgun að ráða utanríkisráðherra Palestínu, Nabil Shaath, af dögum. Þeir segja þátttöku hans í ráðstefnu á Ítalíu með starfsbróður sínum frá Ísrael dauðasök. Snúi Shaath aftur til Gasa-strandarinnar verði hann tekinn af lífi. Til stendur að Shaath komi til Gasa í dag. 31.8.2004 00:01
Drápu tólf gísla Írakskur hópur uppreisnarmanna, Alsa al-Sunna, segist hafa drepið tólf gísla frá Nepal og sýndu þeir myndir af drápunum á íslamskri vefsíðu í dag. Í yfirlýsingu segjst þeir hafa framkvæmt dóm guðs yfir Nepölunum sem hefðu komið til landsins til að berjast við múslima og þjóna gyðingum og kristnum mönnum. 31.8.2004 00:01
Hamas ábyrg fyrir sjálfmorðsárásum Fimmtán fórust þegar öflugar sprengjur sprungu skammt frá eða um borð í tveimur strætisvögnum í suðurhluta Ísraels skömmu fyrir hádegi. Fimmtíu hið minnsta særðust. 31.8.2004 00:01
Bush og Kerry hnífjafnir Bush Bandaríkjaforseti hefur étið upp forskotið sem John Kerry var með í skoðanakönnunum. Fylgi frambjóðendanna tveggja er nú hnífjafnt. Fram eftir sumri naut John Kerry forskots á Bush í könnunum, bæði hvað almennar vinsældir snerti og svo í nokkrum lykilmálaflokkum. 31.8.2004 00:01
Bílsprenging í Moskvu Átta fórust og margir eru sárir eftir að öflug bílsprengja sprakk við neðanjarðarlestarstöð í Moskvu síðdegis. 31.8.2004 00:01
Bush lofsamaður á flokksþingi George Bush er sterk hetja sem sýndi hryðjuverkamönnum í tvo heimana. Þetta voru skilaboðin sem ræðumenn á flokksþingi repúblíkana sendu í gærkvöldi. Aðalræðumenn kvöldsins voru þingmaðurinn John McCain og fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani. 31.8.2004 00:01
Tólf gíslar myrtir Mikil reiði ríkir í Nepal eftir að tólf þarlendir gíslar voru myrtir af vígamönnum í Írak. Reiðin beinist hvort tveggja að morðingjunum en ekki síður að stjórnvöldum í Nepal sem þykja ekki hafa gert nóg til að tryggja lausn gíslanna. 31.8.2004 00:01
Ekkert að kosningunum "Enginn getur beitt valdi til að neyða fólk til að kjósa," sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann varði forsetakosningarnar í Tsjetsjeníu. Gagnrýnt hefur verið að kosningarnar hafi ekki verið nægilega lýðræðislegar og að viðamikið kosningasvindl hafi átt sér stað. 31.8.2004 00:01
Reyna enn að mynda stjórn Harðlínumenn á sitt hvorum væng norður-írskra stjórnvalda hefja í dag enn eina tilraunina til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, nokkuð sem hefur reynst þeim um megn. Viðræðurnar hefjast á sama tíma og þess er minnst að áratugur er síðan Írski lýðveldisherinn tilkynnti um vopnahlé, sem hefur reyndar ekki alltaf haldið. 31.8.2004 00:01
Demókrati í röðum repúblikana Öldungadeildarþingmaðurinn Zell Miller er ansi frábrugðinn öðrum ræðumönnum á flokksþingi repúblikana sem hafa það verkefni að sannfæra Bandaríkjamenn um að kjósa George W. Bush forseta í haust. Ástæðan er einföld. Miller er demókrati og hefur setið á þingi fyrir þá frá árinu 2000 en var um sextán ára skeið vararíkisstjóri í Georgíu. 31.8.2004 00:01
Víst má vinna baráttuna Degi eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali að líklega væri ekki hægt að vinna sigur í baráttunni gegn hryðjuverkum virtist hann kominn á öndverða skoðun. "Við hittumst á stríðstímum, þegar land okkar á í stríði sem það hóf ekki en mun fagna sigri í," sagði Bush á fundi með fyrrverandi hermönnum í Nashville. 31.8.2004 00:01
120 þúsund mótmæla Yfir 120 þúsund manns fjölmenntu á götur úti í New York borg í gær til þess að mótmæla stjórnunarháttum Bush. Þetta er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í mótmælum fyrir flokksþing í Bandaríkjunum en flokksþing Rebúblikana sem hefst í dag mun standa út vikuna. 30.8.2004 00:01
17 látast í Kabúl Að minnsta kosti 17 manns, þar á meðal börn, hafa farist í sprengjutilræðum í Kabúl um helgina. Fjarstýrð bílsprengja sprakk í gær fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska fyrirtækisins DynCorp, en fyrirtækið sér meðal annars um öryggismál fyrir Hamid Karzai forseta Afganistan. Einnig var gerð árás á skóla. 30.8.2004 00:01
Alkhanov forseti Tsétséníu Alu Alkhanov var kjörinn forseti Tsétséníu með nærri 85 prósentum atkvæða í kosningunum um helgina. Segja má að niðurstaðan komi ekki á óvart þar sem Alkanov var valinn af Putin Rússlandsforseta til þess að bjóða sig fram og helsti andstæðingur hans var útilokaður frá framboði. 30.8.2004 00:01
Rán fyrir tilviljun í klámmyndband Nýjasta vopnaða bankaránið í Noregi í nótt rataði fyrir tilviljun inn á klámmyndband og kann það að varpa ljósi á röð ofbeldisfullra stórrána í Noregi upp á síðakstið. 30.8.2004 00:01
Röskun á flugi SAS SAS flugfélagið þurfti að fella niður um það bil tuttugu flug frá Kaupmannahöfn í morgun vegna skyndiverkfalls flugmanna. Flugmennirnir ætla að hefja vinnu á ný fyrir hádegi en ljóst er að veruleg röskun hefur orðið á áætlunarflugi félagsins og þar með að líkindum á ferðum þó nokkurra Íslendinga 30.8.2004 00:01
Farandverkamenn kyrrsettir 240 farandverkamenn á 15 metra löngum trébát hefur verið kyrrsettir, af ítalska sjóhernum, í höfn við ítölsku eyjuna Lampedusa. Meirihluti fólksins segist vera frá Palestínu, en einnig er hluti fólksins frá Bangladesh og Írak. 30.8.2004 00:01
Fellibylurinn Chaba veldur usla Fellibylurinn Chaba gengur nú yfir suðurhluta Japans. Þrír hafa látist og 30 slasast. Um 6000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hugsanlegra flóða og hættu á skriðum. 300 þúsund manns á Kyushu eyjum eru án rafmangns. 30.8.2004 00:01
Flugskeyti á Vesturbakkanum Herþyrla Ísraelsher skaut flugskeyti að bíl á Vesturbakkanum í morgun, en í bílnum var sagður vera palestínskur skæruliði. Flugskeytið missti marks og lenti á íbúðarhúsi. Sjö ára stúlka særðist í árásinni. 30.8.2004 00:01
Frestur SÞ rennur út í dag Frestur sem Sameinuðu þjóðirnar veittu yfirvöldum í Súdan til að bæta öryggi í Darfur héraði, rennur út í dag. SÞ hóta aðgerðum ef yfirvöld í Súdan afvopna ekki uppreisnarmenn sem taldir eru hafa drepið þúsundir óbreyttra borgara og neytt marga til að flýja. 30.8.2004 00:01
Breytingar á félagslega kerfinu Umfangsmestu breytingar á félagslega kerfi Þýskalands standa fyrir dyrum. Hnattvæðing og aukin samkeppni knýja á um grundvallarbreytingar, sem almenningur virðist staðráðinn í að láta ekki yfir sig ganga. 30.8.2004 00:01
Flokksþing hefst í dag Forseti Bandaríkjanna á hvorki að vera demókrati né repúblíkani, íhaldssamur né frjálslyndur. Hann á að vera leiðtogi. Þetta eru skilaboðin sem senda á frá flokksþingi repúblíkana sem hefst í New York í dag. 30.8.2004 00:01
Senda neyðarhjálp til Súdan Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Darfur í Súdan. Þangað hefur ACT, Alþjóðaneyðarhjálp kirkna sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að, flutt 200 tonn af hjálpargögnum á síðustu mánuðum og ráðið 39 starfsmenn til hjálparstarfa. 30.8.2004 00:01
al-Sadr fyrirskipar vopnahlé Róttæki sjítaklerkurinn Múktada al-Sadr fyrirskipaði vopnahlé um allt Írak fyrir stundu. Einn nánasti aðstoðarmaður hans tilkynnti að uppreisnarhreyfing al-Sadrs hygðist hasla sér völl í írökskum stjórnmálum með friðsömum hætti. 30.8.2004 00:01
Spellvirki á olíuleiðslum Spellvirki á olíuleiðslum í Írak halda áfram. Í dag sprengdu skemmdarverkamenn upp olíuleiðslu við borgina Bagdad og olíuleiðsla sem lá í olíuhreinsunarstöð var skemmd í gær. 30.8.2004 00:01
Blair í samstuði við Berlusconi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, gengur nú haltur eftir að hafa leikið sér í fótbolta við hús sitt á Sardiníu. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að ástæðan fyrir meiðslum Berlusconi sé Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. 30.8.2004 00:01
Sprengiefni með handfarangri Ekki er leitað sérstaklega að sprengiefni í handfarangri flugfarþega í Bandaríkjunum. Bandaríska dagblaðið USA Today greindi frá þessu í gær í kjölfar þess að sprengiefni hefði fundist í handfarangri tveggja kvenna sem talið er að hafi grandað tveimur rússneskum farþegaflugvélum í síðustu viku. 30.8.2004 00:01
Ranglega greindur með alnæmi Síðustu átta ár hefur Jim Malone, sem býr í San Francisco, átt við mikið þunglyndi að stríða enda kannski ekki nema von því hann hefur búist við því að geta dáið nánast hvenær sem er. 30.8.2004 00:01
Fjölskylda Escobar tapar málssókn Ellefu ára málssókn kólumbískra stjórnvalda gegn fjölskyldu fyrrverandi eiturlyfjabarónsins Pablos Escobar er nú lokið með sigri stjórnvalda. Fyrrverandi eiginkona og börn Escobars, sem var skotinn til bana árið 1993, þurfa að láta glæsilegt sveitasetur sitt af hendi til ríkisins. 30.8.2004 00:01
Þrjú vopnuð rán á 14 dögum Bankaræningjarnir þrír sem voru handteknir skömmu eftir að hafa rænt peningaflutningabíl á Akers bryggju í Osló eru allir meðlimir í vafasömum samtökum eða klíkum samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Ránið er þriðja vopnaða ránið í Noregi á tveimur vikum. 30.8.2004 00:01
Útlendingar í Kabúl á nálum Bandaríkjamönnum í Kabúl er ráðlagt að læðast með veggjum eftir að ellefu verktakar fórust í gær í mannskæðustu árás í tvö ár. Árásin var gerð á höfuðstöðvar fyrirtækis sem sér meðal annars Hamid Karzai, forseta Afganistans, fyrir lífvörðum. Útlendingar í borginni eru sagðir á nálum. 30.8.2004 00:01
Albanar mómæla Hópur Albana mótmæli í Kósóvó í dag og krafðist þess að komist yrði að raun um hvað varð um þúsundir Albana sem hurfu sporlaust í Kósóvó-stríðinu. 3400 manna er enn saknað, en um tíu þúsund týndu lífi í stríðinu, flestir þeirra Albanar 30.8.2004 00:01
Mómæla umbótum Tugir þúsunda ævareiðra Þjóðverja ruddust út á götur borga og bæja í dag til að mótmæla fyrirhuguðum umbótum á velferðarkerfinu. Schröder kanslari segir umbætur óumflýjanlegar, en almenningur skellir skollaeyrum við orðum hans. 30.8.2004 00:01
Ræningi í helgarfríi fremur rán Glæpamaður í helgarfríi úr fangelsi rændi ásamt nýnasista peningaflutningabíl á Aker-bryggju í Osló í nótt. Lars Hannes er leiðtogi Bandidos-gengisins í Noregi. Hann fékk leyfi til að heimsækja foreldra sína um helgina og vantaði að því er virðist skotsilfur. 30.8.2004 00:01
Flokksþing Repúblikana hafið Sami grautur í annarri skál eða allt önnur Ella? Það er spurningin sem fréttaskýrendur og bandarískir kjósendur spyrja sig nú í upphafi flokksþings repúblíkana í New York. Fréttaskýrendur vestra segja repúblíkana eins og álfa út úr hól í þessari afar frjálslyndu borg 30.8.2004 00:01
Yfirburðasigur í Tsjetsjeníu Rússneskum stjórnvöldum varð að ósk sinni þegar Alu Alkhanov var lýstur sigurvegari tsjetsjensku forsetakosninganna með nær 74 prósent greiddra atkvæða. Þessi helsti yfirmaður lögreglunnar í Tsjetsjeníu naut stuðnings stjórnvalda í Moskvu og hafa stjórnarandstæðingar kvartað undan víðfeðmu kosningasvindli. 30.8.2004 00:01
Endanlegur sigur vinnst ekki Baráttan gegn hryðjuverkum gerir heiminn öruggari fyrir komandi kynslóðir en ræður vart niðurlögum hryðjuverkamanna sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. "Ég held að við getum ekki unnið baráttuna," sagði Bush. 30.8.2004 00:01