Erlent

Frestur SÞ rennur út í dag

Frestur sem Sameinuðu þjóðirnar veittu yfirvöldum í Súdan til að bæta öryggi í Darfur héraði, rennur út í dag. SÞ hóta aðgerðum ef yfirvöld í Súdan afvopna ekki uppreisnarmenn sem taldir eru hafa drepið þúsundir óbreyttra borgara og neytt marga til að flýja. Nígería hefur sent liðsafla til Darfur til að vakta yfir vopnahléi en friðarviðræður standa yfir í höfuðborg Nígeríu Abuja. Afríkusambandið sér um að miðla málum. Talið er að ástand flóttamanna í Darfur muni versna til muna nú þegar rigningartímabilið gengur í garð. Stjórnvöld í Súdan neita enn að þau stjórni Jajaweed hersveitunum sem kennt hefur verið um mestu ódæðin, en því hefur lengi verið haldið fram að þau lúti vilja stjórnvalda. Forseti landsins, Omar al-Bashir hefur nú kallað hermennina þjófa og glæpamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×