Erlent

Senda neyðarhjálp til Súdan

Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Darfur í Súdan. Þangað hefur ACT, Alþjóðaneyðarhjálp kirkna sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að, flutt 200 tonn af hjálpargögnum á síðustu mánuðum og ráðið 39 starfsmenn til hjálparstarfa. Hjálpin felst í því að dreifa mat, plastdúkum, hreinlætis- og eldunarvörum, útvega vatn og sjá um frárennsli og hreinlætisaðstöðu fyrir 500.000 manns. Meðal þeirra eru 50.000 börn yngri en 5 ára sem ACT ætlar að sjá fyrir viðbótarnæringu. ACT ætlar einnig að sjá börnum í þessum hópi sem eru á skólaaldri, fyrir kennslu en áætlað er að þetta verkefni spanni tímann til ársloka 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×