Erlent

Vill tryggja frelsi gíslanna

Forseti Frakklands, Jacques Chirac, ítrekaði í dag að allt yrði gert til að frelsa tvo franska blaðamenn sem eru í haldi mannræningja í Írak. Chirac er í Rússlandi sem stendur og mun funda með Putin Rússlandsforseta og Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, en þeir voru á sínum tíma allir andsnúnir Íraksstríðinu. Í morgun birtist myndband af öðrum blaðamanninum þar sem hann grátbað Frakklandsforseta að aflétta banni við því að stúlkur megi bera höfuðklúta í frönskum skólum, en það er krafa mannræningjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×