Erlent

Rán fyrir tilviljun í klámmyndband

Nýjasta vopnaða bankaránið í Noregi í nótt rataði fyrir tilviljun inn á klámmyndband og kann það að varpa ljósi á röð ofbeldisfullra stórrána í Noregi upp á síðakstið. Ræningjarnir lögðu til atlögu þegar peningaflutningabíll var að sækja fjármuni í DNB bankann við Akerbryggju í Oslo um klukkan hálf tvö í nótt. Lögreglan skarst hinsvegar í leikinn fyrr en ræningarnir ætluðu og náði hún að handtaka nokkra þeirra á flótta , þar á meðal einn á sundi í höfninni. Strax og lögregla kom á vettvang hófst skothríð sem vakti strax athygli klámgerðarmannsins, sem var við störf í næsta húsi. Hann beindi upptökuvélinni því þegar frá viðgfangsefninu og að átökunum utan dyra og náði þannig heimildarmynd af vinnubrögðum ræningjanna. Enginn mun hafa særst í skotbardaganum en eitthvert þýfi fannst á þeim, sem handteknir voru og telur lögregla sig hafa náð öllum, sem eru viðriðnir ránið. Grunur leikur á að ránið í nótt tengist nokkrum óupplýstum stórránum í Noregi upp á síðkastið, en lögreglan slær þó engu föstu um það. Nokkrir ræningjar eru í haldi eftir ránið í nótt, en allir hafa sloppið úr fyrri ránum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×