Erlent

Til að tefja rannsókn bankaráns?

Ræningjarnir sem frömdu bankaránið í Stafangri í Noregi í vor eru nú sagðir hafa skipað fyrir um ránið á Munch-málverkunum sem rænt var á sunnudaginn. Sjónvarpsstöðin TV-2 hefur heimildir fyrir þessu. Heimildarmenn sjónvarpsstöðvarinnar segja að forkólfar ránsins í Stafangri hafi borgað margar milljónir fyrir ránið til þess eins að skaffa lögreglunni annasamt verkefni og tefja þannig rannsóknina á bankaráninu. Nú virðist samdóma álit þeirra sem að rannsókninni koma að ræningjarnir hafi ekki mikla reynslu af listaverkaránuum en tengist samt harðsvíruðustu glæpagengjum á austurlandi Noregs. Gagnrýnin á Munch-safnið jókst enn á ný í gær þegar í ljós kom að það hefði fengið liðlega sextán milljón króna aukafjárveitingu til að auka öryggisgæslu en að ekkert hefði verið gert í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×