Erlent

Stefnir í þrot hjá Alitalia

Ítalska ríkisstjórnin hefur varað starfsmenn flugfélagsins Alitalia við því, að ef þeir fallist ekki á leiðir til þess að draga úr rekstrarkostnaði, verði félagið gjaldþrota inna mánaðar. Slíkt gjaldþrot myndi kosta 22 þúsund starfsmenn vinnuna. Ríkisstjórnin gekkst í ábyrgð fyrir 400 milljóna dollara láni til Alitalia, í júní síðastliðnum, en það var þá gersamlega komið í þrot, eftir margra ára taprekstur. Ekkert gekk hinsvegar að semja við starfsmennina um sparnað í rekstri, og ríkisstjórnin segir að nú sé hún búin að gefast upp, flugfélagið fái ekki meiri fyrirgreiðslu frá henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×