Erlent

Þrjúhundruð gestir frá 35 löndum

Alþjóðleg ráðstefna um lífsiðfræðileg álitamál var sett í hátíðarsal skólans í gær. Á ráðstefnunni, sem standa mun fram á laugardag, verður fjallað um gagnagrunna og lífsýnabanka, en einnig afleiðingar læknavísindanna fyrir greiningu og meðferð sjúkdóma. Tæplega þrjúhundruð manns frá 35 löndum sækja ráðstefnuna og þar verða flutt 150 erindi í 41 málstofu. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnunni sem markar lok evrópska lífsiðfræðiverkefnisins ELSAGEN sem Siðfræðustofnun hefur séð um undanfarin ár með styrkjum frá ESB.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×