Erlent

Binda enda á spillingu í Palestínu

Palestínskir þingmenn samþykktu í dag, að styðja tillögur sérstakrar umbótanefndar, sem miða að því að binda enda á spillingu í palestínsku heimastjórninni. Óttast er að Yasser Arafat hunsi samþykktina, þar sem tillögurnar myndu skerða völd hans, og leiða til þess að gamlir vinir og stuðningsmenn yrðu að láta af embættum sínum. Vaxandi óánægja er meðal Palestínumanna, með gríðarlega spillingu í heimastjórninni, en Arafat berst hart á móti öllum umbótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×