Fleiri fréttir Fyrsta sprenging í fjóra mánuði Kona fórst þegar sprengja á vegum palestínskra hryðjuverkamanna sprakk við strætisvagnastoppistöð í Tel Aviv í morgun. Yfir þrjátíu særðust í sprengingunni, sem al-Aksa herdeildin kveðst bera ábyrgð á. 11.7.2004 00:01 Fyllyrðingar Blairs voru rangar Fullyrðingar Tonys Blairs um hættuna af gjöreyðingarvopnum Íraka voru ekki einungis ýktar, heldur beinlínis rangar. Þetta er niðurstaða rannsóknar Butlers lávarðar. Blair er enn sagður íhuga afsögn. 11.7.2004 00:01 Baráttan gegn eyðni gengur of hægt Baráttan gegn alnæmi gengur of hægt, ekki síst þar sem ráðamenn um víða veröld hafa ekki horfst í augu við vandann og tekið á honum. Þetta sagði Kofi Annan á ráðstefnu um vána í dag. Fjórtán þúsund smitast af HIV-veirunni daglega og fæstir fá nokkra aðhlynningu. 11.7.2004 00:01 Hákarlaárás í Ástralíu Tveir risavaxnir, hvítir hákarlar réðust í gær á þrítugan brimbrettakappa suður af borginni Perth í Ástralíu. Fimm metra langur hákarl réðst á Brad Smith þar sem hann var á bretti sínu, og annar þriggja metra langur hákarl svamlaði í kring. 11.7.2004 00:01 Ætla að hunsa úrskurð dómstólsins Alþjóðadómstólnum í Haag er kennt um sprengjuárás í Tel Aviv í morgun. Ísraelar segja árásina sýna nauðsyn öryggismúrsins og ætla að hunsa úrskurð dómstólsins um að hann brjóti í bága við alþjóðalög. 11.7.2004 00:01 Bosnía grætur Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnaratburðanna sem urðu í Srebrenica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönnum Serba. 11.7.2004 00:01 Óánægður með matinn Franskur fangi sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð og mannát á árum áður notaði tækifærið nýlega til að bragða á öðrum fanga þegar verið var að dreifa hádegismat í fangelsinu. 11.7.2004 00:01 Sýkingarhætta á sjúkrahúsum Breska heilbrigðisráðuneytið hyggst senda eftirlitsfólk inn á spítala landsins á þriggja mánaða fresti til að gera úttekt á hreinlæti starfsfólks en á því hefur borið að sýkingar innan spítala hafi margfaldast síðustu árin. 11.7.2004 00:01 Róttækar breytingar á vegamálum Hægt er að minnka umferð á þjóðvegum Bretlands um helming með róttækum aðferðum sem breska samgönguráðuneytið er að skoða. Er um nokkurs konar vegatoll að ræða en þó ekki með því móti sem margir þekkja frá Evrópu þar sem ekið verður gegnum sérstök tollhlið. Bretarnir sýna því meiri áhuga að nota gervihnattatækni til að rukka breska ökumenn 11.7.2004 00:01 Lestur á undanhaldi Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjunum lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002. 11.7.2004 00:01 Náðu ekki markmiðum sínum Á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmisvandann á heimsvísu sem fram fer í Bankok í Taílandi hefur komið fram gagnrýni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Athugasemdir eru gerðar við að stofnuninni hafi ekki tekist að framfylgja þeim markmiðum sínum að koma þrem milljónum fátækra sjúklinga til hjálpar með lyfjum. 11.7.2004 00:01 Einn lést og tugir slösuðust Öflug sprengja varð einum að bana og særði minnst 30 aðra í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærmorgun. Lýstu herskáir Palestínumenn sprengingunni á hendur sér skömmu síðar en þetta mun vera fyrsta sprengjuárás þeirra síðan í mars. 11.7.2004 00:01 Húsbátar í stað sumarhúsa Sífellt fleiri Danir varpa hugmyndinni um sumarhús fyrir róða og kaupa sér húsbát í staðinn en með þeim hætti fæst eigulegur sumarbústaður með útsýn til hafs á mun lægra verði en dýr eign á landi. 11.7.2004 00:01 Kólígerlar lífsseigari en talið Greint er frá því í Danmörku að samkvæmt rannsóknarverkefni sem þar fór fram eru kólígerlar í vatni mun lífsseigari en áður var talið. Hefur hingað til þumalputtareglan verið sú að gerlar af þessari tegund lifa ekki í drykkjarvatni lengur en nokkra daga en Danirnir hafa uppgötvað að bakteríurnar geta þrifist margar vikur ef aðstæður eru réttar. 11.7.2004 00:01 Ritstjóri rússneska Forbes myrtur Ritstjóri rússnesku útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes var skotinn til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins í Moskvu í gærkvöldi. Paul Khlebnikov var nýkominn út af skrifstofu sinni þegar bifreið ók upp að honum og hann var skotinn nokkrum sinnum. 10.7.2004 00:01 Blair íhugaði afsögn Tony Blair býr sig undir pólitíska orrahríð í næstu viku. Þá er væntanleg skýrsla um gallaðar upplýsingar sem lagðar voru stríðinu í Írak til grundvallar, auk þess sem aukakosningar fara fram sem talið er að Verkamannaflokkurinn gjörtapi. 10.7.2004 00:01 Framlengja ekki veru hersveita Myndbandsupptaka af filipseyskum gísl í Írak var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sést maðurinn biðja Gloriu Macapagal, forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak og þar með þyrma lífi mannsins. 10.7.2004 00:01 Leiðir ekki til minni matarlystar Það er ekki ýkja langt síðan að fréttir af hormóninu FYY breiddust sem eldur í sinu út um heimsbyggðina. FYY átti að vera lausn allra offituvandamála, slá á matarlyst og leiða til þess að fólk léttist. 10.7.2004 00:01 Breytast í hrygnur Þriðjungur hænga í breskum ám er að breytast í hrygnur vegna mengunar. Einkum eru það hormónaleifar í skólpi, ekki síst vegna getnaðarvarnarpilla, sem taldar eru valda þessu. Breska umhverfisstofnunin gerði rannsókn á 1500 fiskum í 50 breskum ám, og komst að því að ríflega þriðjungur hænga sýni merki þess að kynskiptast. 10.7.2004 00:01 Dönsk - sænsk orðabók Í fyrsta sinn í 50 ár verður gefin út dönsk/sænsk orðabók, segir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að Danir eigi í jafn miklum erfiðleikum með að skilja Svía eins og Svíar Dani. Svíar eigi auðveldara með að lesa dönsku en skilja og tala hana en Dönum finnist jafn erfitt að lesa og skilja sænskuna. 10.7.2004 00:01 Filipeyskum gísl sleppt Filipeyskum gísl hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þetta gerðist í kjölfar þess að stjórnvöld í Filipseyjum ákváðu að framlengja ekki veru sveita sinna í Írak. Myndbandsupptaka af manninum var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sást maðurinn biðja forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak 10.7.2004 00:01 Útför forseta Austurríkis Útför Thomas Klestils forseta Austurríkis fór fram í dag en hann lést í vikunni, tveimur dögum áður en hann lét af embætti. Meðal þeirra sem mættu í útförina var ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, sem er fæddur í Austurríki. Þá voru einnig viðstaddir Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Felipe krónprins Spánar og fyrrverandi forseti Tékklands Vaclav Havel. 10.7.2004 00:01 Milljarða lottóvinningur Ævintýrin gerast enn. 68 ára ræstingakona gaf sig fram í gær með vinningsmiða í bandaríska lottóinu. Hún vann hvorki meira né minna en tæplega tuttugu og tvo milljarða króna. 10.7.2004 00:01 Hunsa fyrirmæli Evrópusambands Evrópusambandið hefur nú gefið Bretum sínu þriðju og síðustu aðvörun vegna aðgerða breskra tollayfirvalda sem sýna mikla hörku gagnvart þeim þegnum sínum sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum Evrópusambandslöndum. 10.7.2004 00:01 Dæmdur til lífstíðarfangelsis Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfsmanna hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Kom í ljós við yfirheyrslur að vísindamaðurinn, Richard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið. 10.7.2004 00:01 Alnæmi heftir framþróun ríkja Alþjóðavinnumálastofnunin gerir ráð fyrir að allt að 50 milljón manns á vinnufærum aldri muni láta lífið úr alnæmi á næstu fimm árum. Telur stofnunin að slíkt eigi eftir að hafa alvarleg efnahagsleg áhrif víða um heim og telur mjög brýnt að auka baráttuna gegn þessum skæða faraldri hið fyrsta. 10.7.2004 00:01 Blair íhugaði afsögn Félagar og vinir þurftu að beita Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fortölum til að koma í veg fyrir að hann segði af sér embætti sínu í síðasta mánuði. Frá þessi var skýrt á BBC í gær 10.7.2004 00:01 Múrinn stenst ekki alþjóðalög Öryggismúr Ísraels brýtur í bága við alþjóðalög og heftir ferðafrelsi Palestínumanna ásamt atvinnufrelsi og frelsi til að leita menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag, sem dregur einnig í efa að múrinn þjóni í raun öryggishagsmunum Ísraels. 9.7.2004 00:01 Mesta ógn frá 11. september Ósama bin Laden hvetur fótgönguliða al-Qaeda til stórfelldra hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum á þessu ári. Margs konar upplýsingar hafa borist sem benda til þess að ógnin hafi ekki verið meiri frá árásunum ellefta september. 9.7.2004 00:01 Fjármagna baráttu gegn smygli Tóbaksrisinn Philip Morris mun á næstu tólf árum greiða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna til að fjármagna baráttu gegn sígarettusmygli og greiða Evrópusambandinu skaðabætur fyrir smygl. 9.7.2004 00:01 Hitabylgja í Japan Fjórir hið minnsta hafa látið lífið í gríðarlegri hitabylgju sem gengur yfir Japan þessi dægrin. Yfir áttatíu liggja á sjúkrahúsi, en hitinn náði til að mynda 38 gráðum í skugga skammt norðvestur af Tókyó. Í höfuðborginni sjálfri náði hitinn 35 gráðum. Meðalhiti þar í júlí er 25 gráður. 9.7.2004 00:01 Olíuverð yfir 40 dollara Olíuverð fór á ný yfir 40 dollara á fatið í morgun, en í lok júní var fatið komið í ríflega 35 dollara og 50 sent í Bandaríkjunum. Verðhækkunin er einkum rakin til aukinnar eftirspurnar eftir bensíni í Bandaríkjunum, en framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna, sem stefnt er að í ágúst, nægir rétt svo til að svara henni. 9.7.2004 00:01 Ráku ólöglegt einkafangelsi Þrír Bandaríkjamenn hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að reka þar ólöglegt einkafangelsi. Svo virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi svo mánuðum skiptir haldið átta Afgönum í fangelsinu. Við yfirheyrslur sögðu Bandaríkjamennirnir, að þeir hefðu viljað taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þeir munu ekki hafa pyntað fanga sína en beitt þá nokkru ofbeldi. 9.7.2004 00:01 Nautin stungu fjóra Eftir tvo tiltölulega slysalausa daga brást lukkan fjórum hlaupurum sem freistuðu þess að hlaupa á undan nautunum á götum Pamplona í gær. Hlaupararnir fjórir fengu allir að kenna á hornum nautanna sem voru mun sprækari í gær en fyrri daga. 9.7.2004 00:01 Óvenju viðamiklar flotaæfingar Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóðurskipaflotadeildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar á heimshöfunum. Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma. 9.7.2004 00:01 Ræða þjóðstjórn í Ísrael Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likud, fundar á morgun með Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins - stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Ísrael - um að flokkarnir taki höndum saman ásamt Shinui um þjóðarstjórn. Ljóst er þó að andstaða er við slíka stjórn í báðum flokkum, einkum þó í Likud. 9.7.2004 00:01 Ofmátu vopnabúnað stórlega Leyniþjónustan CIA veitti rangar upplýsingar í aðdraganda Íraksstríðsins. Þetta er niðurstaða bandarískrar þingnefndar sem kannað hefur forsendur stríðsins. 9.7.2004 00:01 Matvælaverð hækkað með aðild Matvælaverð hefur hækkað verulega í Póllandi eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. maí. Þar með er ótti margra, sem höfðu efasemdir um aðild, að verða að veruleika. Bændur hafa hins vegar ástæðu til að kætast þar sem hækkun matvælaverðs hefur skilað þeim auknum tekjum. Þó var mesta andstöðu við aðild að finna í þeirra röðum. 9.7.2004 00:01 Boða fjölmenn mótmæli Mótmælendur í Belfast hyggjast efna til fjölmennra mótmæla á mánudag til að mótmæla því að þeim hefur verið bannað að ganga um hverfi kaþólskra til að minnast sigurs mótmælenda yfir kaþólikkum í orrustunni við Boyne árið 1690. 9.7.2004 00:01 Endurfundir liðhlaupa Bandarískur liðhlaupi í Norður-Kóreu hitti í dag japanska eiginkonu sína í fyrsta sinn í tvö ár í Indónesíu. Allar líkur eru á að hann verði að snúa aftur til Norður-Kóreu en hún til Japans; þeim virðist ekki skapað nema að skilja. 9.7.2004 00:01 Hrun í laxveiðum Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri og í Vestur-Noregi er aflinn aðeins þriðjungur af afla í meðal ári, að því er Intra Fish greinir frá. Engin einhlít skýring er á þessu en sumir kenna þrálátum norðanáttum um ástandið. 8.7.2004 00:01 Forstjóri Enron ákærður Eftir þriggja ára flókna rannsókn hefur Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkurisans Enron, verið ákærður. Enron fór á hausinn í kjölfar þess að greint var frá gríðarlegu bókhaldsfalsi og leynilegum samningum til að fela skuldir fyrirtækisins og þar með falsa gróðatölur. 8.7.2004 00:01 6 drepnir á Gaza Ísraelskar hersveitir drápu sex Palestínumenn í einhverjum hörðustu bardögum undanfarinna vikna á Gaza-ströndinni. Sjónarvottar segja fjóra mannanna hafa verið byssumenn. 8.7.2004 00:01 Lagastaða fanganna könnuð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst koma á fót sérfræðinganefnd til að kanna lagastöðu fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hvort það standist lög að halda þeim föngnum og hvort þeir hafi rétt á að véfengja það fyrir bandarískum dómstólum. 8.7.2004 00:01 Fuglaflensa aftur í Kína Tuttugu þúsund kjúklingar hafa verið drepnir í Kína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu sem greinst hefur enn á ný í landinu. 8.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrsta sprenging í fjóra mánuði Kona fórst þegar sprengja á vegum palestínskra hryðjuverkamanna sprakk við strætisvagnastoppistöð í Tel Aviv í morgun. Yfir þrjátíu særðust í sprengingunni, sem al-Aksa herdeildin kveðst bera ábyrgð á. 11.7.2004 00:01
Fyllyrðingar Blairs voru rangar Fullyrðingar Tonys Blairs um hættuna af gjöreyðingarvopnum Íraka voru ekki einungis ýktar, heldur beinlínis rangar. Þetta er niðurstaða rannsóknar Butlers lávarðar. Blair er enn sagður íhuga afsögn. 11.7.2004 00:01
Baráttan gegn eyðni gengur of hægt Baráttan gegn alnæmi gengur of hægt, ekki síst þar sem ráðamenn um víða veröld hafa ekki horfst í augu við vandann og tekið á honum. Þetta sagði Kofi Annan á ráðstefnu um vána í dag. Fjórtán þúsund smitast af HIV-veirunni daglega og fæstir fá nokkra aðhlynningu. 11.7.2004 00:01
Hákarlaárás í Ástralíu Tveir risavaxnir, hvítir hákarlar réðust í gær á þrítugan brimbrettakappa suður af borginni Perth í Ástralíu. Fimm metra langur hákarl réðst á Brad Smith þar sem hann var á bretti sínu, og annar þriggja metra langur hákarl svamlaði í kring. 11.7.2004 00:01
Ætla að hunsa úrskurð dómstólsins Alþjóðadómstólnum í Haag er kennt um sprengjuárás í Tel Aviv í morgun. Ísraelar segja árásina sýna nauðsyn öryggismúrsins og ætla að hunsa úrskurð dómstólsins um að hann brjóti í bága við alþjóðalög. 11.7.2004 00:01
Bosnía grætur Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnaratburðanna sem urðu í Srebrenica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönnum Serba. 11.7.2004 00:01
Óánægður með matinn Franskur fangi sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð og mannát á árum áður notaði tækifærið nýlega til að bragða á öðrum fanga þegar verið var að dreifa hádegismat í fangelsinu. 11.7.2004 00:01
Sýkingarhætta á sjúkrahúsum Breska heilbrigðisráðuneytið hyggst senda eftirlitsfólk inn á spítala landsins á þriggja mánaða fresti til að gera úttekt á hreinlæti starfsfólks en á því hefur borið að sýkingar innan spítala hafi margfaldast síðustu árin. 11.7.2004 00:01
Róttækar breytingar á vegamálum Hægt er að minnka umferð á þjóðvegum Bretlands um helming með róttækum aðferðum sem breska samgönguráðuneytið er að skoða. Er um nokkurs konar vegatoll að ræða en þó ekki með því móti sem margir þekkja frá Evrópu þar sem ekið verður gegnum sérstök tollhlið. Bretarnir sýna því meiri áhuga að nota gervihnattatækni til að rukka breska ökumenn 11.7.2004 00:01
Lestur á undanhaldi Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjunum lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002. 11.7.2004 00:01
Náðu ekki markmiðum sínum Á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmisvandann á heimsvísu sem fram fer í Bankok í Taílandi hefur komið fram gagnrýni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Athugasemdir eru gerðar við að stofnuninni hafi ekki tekist að framfylgja þeim markmiðum sínum að koma þrem milljónum fátækra sjúklinga til hjálpar með lyfjum. 11.7.2004 00:01
Einn lést og tugir slösuðust Öflug sprengja varð einum að bana og særði minnst 30 aðra í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærmorgun. Lýstu herskáir Palestínumenn sprengingunni á hendur sér skömmu síðar en þetta mun vera fyrsta sprengjuárás þeirra síðan í mars. 11.7.2004 00:01
Húsbátar í stað sumarhúsa Sífellt fleiri Danir varpa hugmyndinni um sumarhús fyrir róða og kaupa sér húsbát í staðinn en með þeim hætti fæst eigulegur sumarbústaður með útsýn til hafs á mun lægra verði en dýr eign á landi. 11.7.2004 00:01
Kólígerlar lífsseigari en talið Greint er frá því í Danmörku að samkvæmt rannsóknarverkefni sem þar fór fram eru kólígerlar í vatni mun lífsseigari en áður var talið. Hefur hingað til þumalputtareglan verið sú að gerlar af þessari tegund lifa ekki í drykkjarvatni lengur en nokkra daga en Danirnir hafa uppgötvað að bakteríurnar geta þrifist margar vikur ef aðstæður eru réttar. 11.7.2004 00:01
Ritstjóri rússneska Forbes myrtur Ritstjóri rússnesku útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes var skotinn til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins í Moskvu í gærkvöldi. Paul Khlebnikov var nýkominn út af skrifstofu sinni þegar bifreið ók upp að honum og hann var skotinn nokkrum sinnum. 10.7.2004 00:01
Blair íhugaði afsögn Tony Blair býr sig undir pólitíska orrahríð í næstu viku. Þá er væntanleg skýrsla um gallaðar upplýsingar sem lagðar voru stríðinu í Írak til grundvallar, auk þess sem aukakosningar fara fram sem talið er að Verkamannaflokkurinn gjörtapi. 10.7.2004 00:01
Framlengja ekki veru hersveita Myndbandsupptaka af filipseyskum gísl í Írak var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sést maðurinn biðja Gloriu Macapagal, forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak og þar með þyrma lífi mannsins. 10.7.2004 00:01
Leiðir ekki til minni matarlystar Það er ekki ýkja langt síðan að fréttir af hormóninu FYY breiddust sem eldur í sinu út um heimsbyggðina. FYY átti að vera lausn allra offituvandamála, slá á matarlyst og leiða til þess að fólk léttist. 10.7.2004 00:01
Breytast í hrygnur Þriðjungur hænga í breskum ám er að breytast í hrygnur vegna mengunar. Einkum eru það hormónaleifar í skólpi, ekki síst vegna getnaðarvarnarpilla, sem taldar eru valda þessu. Breska umhverfisstofnunin gerði rannsókn á 1500 fiskum í 50 breskum ám, og komst að því að ríflega þriðjungur hænga sýni merki þess að kynskiptast. 10.7.2004 00:01
Dönsk - sænsk orðabók Í fyrsta sinn í 50 ár verður gefin út dönsk/sænsk orðabók, segir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að Danir eigi í jafn miklum erfiðleikum með að skilja Svía eins og Svíar Dani. Svíar eigi auðveldara með að lesa dönsku en skilja og tala hana en Dönum finnist jafn erfitt að lesa og skilja sænskuna. 10.7.2004 00:01
Filipeyskum gísl sleppt Filipeyskum gísl hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þetta gerðist í kjölfar þess að stjórnvöld í Filipseyjum ákváðu að framlengja ekki veru sveita sinna í Írak. Myndbandsupptaka af manninum var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sást maðurinn biðja forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak 10.7.2004 00:01
Útför forseta Austurríkis Útför Thomas Klestils forseta Austurríkis fór fram í dag en hann lést í vikunni, tveimur dögum áður en hann lét af embætti. Meðal þeirra sem mættu í útförina var ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, sem er fæddur í Austurríki. Þá voru einnig viðstaddir Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Felipe krónprins Spánar og fyrrverandi forseti Tékklands Vaclav Havel. 10.7.2004 00:01
Milljarða lottóvinningur Ævintýrin gerast enn. 68 ára ræstingakona gaf sig fram í gær með vinningsmiða í bandaríska lottóinu. Hún vann hvorki meira né minna en tæplega tuttugu og tvo milljarða króna. 10.7.2004 00:01
Hunsa fyrirmæli Evrópusambands Evrópusambandið hefur nú gefið Bretum sínu þriðju og síðustu aðvörun vegna aðgerða breskra tollayfirvalda sem sýna mikla hörku gagnvart þeim þegnum sínum sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum Evrópusambandslöndum. 10.7.2004 00:01
Dæmdur til lífstíðarfangelsis Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfsmanna hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Kom í ljós við yfirheyrslur að vísindamaðurinn, Richard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið. 10.7.2004 00:01
Alnæmi heftir framþróun ríkja Alþjóðavinnumálastofnunin gerir ráð fyrir að allt að 50 milljón manns á vinnufærum aldri muni láta lífið úr alnæmi á næstu fimm árum. Telur stofnunin að slíkt eigi eftir að hafa alvarleg efnahagsleg áhrif víða um heim og telur mjög brýnt að auka baráttuna gegn þessum skæða faraldri hið fyrsta. 10.7.2004 00:01
Blair íhugaði afsögn Félagar og vinir þurftu að beita Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fortölum til að koma í veg fyrir að hann segði af sér embætti sínu í síðasta mánuði. Frá þessi var skýrt á BBC í gær 10.7.2004 00:01
Múrinn stenst ekki alþjóðalög Öryggismúr Ísraels brýtur í bága við alþjóðalög og heftir ferðafrelsi Palestínumanna ásamt atvinnufrelsi og frelsi til að leita menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag, sem dregur einnig í efa að múrinn þjóni í raun öryggishagsmunum Ísraels. 9.7.2004 00:01
Mesta ógn frá 11. september Ósama bin Laden hvetur fótgönguliða al-Qaeda til stórfelldra hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum á þessu ári. Margs konar upplýsingar hafa borist sem benda til þess að ógnin hafi ekki verið meiri frá árásunum ellefta september. 9.7.2004 00:01
Fjármagna baráttu gegn smygli Tóbaksrisinn Philip Morris mun á næstu tólf árum greiða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna til að fjármagna baráttu gegn sígarettusmygli og greiða Evrópusambandinu skaðabætur fyrir smygl. 9.7.2004 00:01
Hitabylgja í Japan Fjórir hið minnsta hafa látið lífið í gríðarlegri hitabylgju sem gengur yfir Japan þessi dægrin. Yfir áttatíu liggja á sjúkrahúsi, en hitinn náði til að mynda 38 gráðum í skugga skammt norðvestur af Tókyó. Í höfuðborginni sjálfri náði hitinn 35 gráðum. Meðalhiti þar í júlí er 25 gráður. 9.7.2004 00:01
Olíuverð yfir 40 dollara Olíuverð fór á ný yfir 40 dollara á fatið í morgun, en í lok júní var fatið komið í ríflega 35 dollara og 50 sent í Bandaríkjunum. Verðhækkunin er einkum rakin til aukinnar eftirspurnar eftir bensíni í Bandaríkjunum, en framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna, sem stefnt er að í ágúst, nægir rétt svo til að svara henni. 9.7.2004 00:01
Ráku ólöglegt einkafangelsi Þrír Bandaríkjamenn hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að reka þar ólöglegt einkafangelsi. Svo virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi svo mánuðum skiptir haldið átta Afgönum í fangelsinu. Við yfirheyrslur sögðu Bandaríkjamennirnir, að þeir hefðu viljað taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þeir munu ekki hafa pyntað fanga sína en beitt þá nokkru ofbeldi. 9.7.2004 00:01
Nautin stungu fjóra Eftir tvo tiltölulega slysalausa daga brást lukkan fjórum hlaupurum sem freistuðu þess að hlaupa á undan nautunum á götum Pamplona í gær. Hlaupararnir fjórir fengu allir að kenna á hornum nautanna sem voru mun sprækari í gær en fyrri daga. 9.7.2004 00:01
Óvenju viðamiklar flotaæfingar Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóðurskipaflotadeildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar á heimshöfunum. Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma. 9.7.2004 00:01
Ræða þjóðstjórn í Ísrael Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likud, fundar á morgun með Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins - stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Ísrael - um að flokkarnir taki höndum saman ásamt Shinui um þjóðarstjórn. Ljóst er þó að andstaða er við slíka stjórn í báðum flokkum, einkum þó í Likud. 9.7.2004 00:01
Ofmátu vopnabúnað stórlega Leyniþjónustan CIA veitti rangar upplýsingar í aðdraganda Íraksstríðsins. Þetta er niðurstaða bandarískrar þingnefndar sem kannað hefur forsendur stríðsins. 9.7.2004 00:01
Matvælaverð hækkað með aðild Matvælaverð hefur hækkað verulega í Póllandi eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. maí. Þar með er ótti margra, sem höfðu efasemdir um aðild, að verða að veruleika. Bændur hafa hins vegar ástæðu til að kætast þar sem hækkun matvælaverðs hefur skilað þeim auknum tekjum. Þó var mesta andstöðu við aðild að finna í þeirra röðum. 9.7.2004 00:01
Boða fjölmenn mótmæli Mótmælendur í Belfast hyggjast efna til fjölmennra mótmæla á mánudag til að mótmæla því að þeim hefur verið bannað að ganga um hverfi kaþólskra til að minnast sigurs mótmælenda yfir kaþólikkum í orrustunni við Boyne árið 1690. 9.7.2004 00:01
Endurfundir liðhlaupa Bandarískur liðhlaupi í Norður-Kóreu hitti í dag japanska eiginkonu sína í fyrsta sinn í tvö ár í Indónesíu. Allar líkur eru á að hann verði að snúa aftur til Norður-Kóreu en hún til Japans; þeim virðist ekki skapað nema að skilja. 9.7.2004 00:01
Hrun í laxveiðum Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri og í Vestur-Noregi er aflinn aðeins þriðjungur af afla í meðal ári, að því er Intra Fish greinir frá. Engin einhlít skýring er á þessu en sumir kenna þrálátum norðanáttum um ástandið. 8.7.2004 00:01
Forstjóri Enron ákærður Eftir þriggja ára flókna rannsókn hefur Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkurisans Enron, verið ákærður. Enron fór á hausinn í kjölfar þess að greint var frá gríðarlegu bókhaldsfalsi og leynilegum samningum til að fela skuldir fyrirtækisins og þar með falsa gróðatölur. 8.7.2004 00:01
6 drepnir á Gaza Ísraelskar hersveitir drápu sex Palestínumenn í einhverjum hörðustu bardögum undanfarinna vikna á Gaza-ströndinni. Sjónarvottar segja fjóra mannanna hafa verið byssumenn. 8.7.2004 00:01
Lagastaða fanganna könnuð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst koma á fót sérfræðinganefnd til að kanna lagastöðu fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hvort það standist lög að halda þeim föngnum og hvort þeir hafi rétt á að véfengja það fyrir bandarískum dómstólum. 8.7.2004 00:01
Fuglaflensa aftur í Kína Tuttugu þúsund kjúklingar hafa verið drepnir í Kína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu sem greinst hefur enn á ný í landinu. 8.7.2004 00:01