Erlent

Náðu ekki markmiðum sínum

Á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmisvandann á heimsvísu sem fram fer í Bankok í Taílandi hefur komið fram gagnrýni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Athugasemdir eru gerðar við að stofnuninni hafi ekki tekist að framfylgja þeim markmiðum sínum að koma þrem milljónum fátækra sjúklinga til hjálpar með lyfjum. Kom fram á ráðstefnunni að 440 þúsund manns fá nú nauðsynleg lyf sem er um 60 þúsundum minna en áætlun gerði ráð fyrir. Er þetta vatn á myllu þeirra sem segja að ef alþjóðastofnanir halda ekki sín loforð sé baráttan við alnæmi því sem næst töpuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×