Erlent

Milljarða lottóvinningur

Ævintýrin gerast enn. 68 ára ræstingakona gaf sig fram í gær með vinningsmiða í bandaríska lottóinu. Hún vann hvorki meira né minna en tæplega tuttugu og tvo milljarða króna. Geraldine Williams var lengi vel gangavörður í háskóla í Massachusetts, en eftir að hún fór á eftirlaun fyrir nokkru skúrar hún og gerir hreint á nokkrum einkaheimilum til að drýgja tekjurnar. Eins og margur annar kaupir hún annað veifið lottómiða, og þegar næst stærsti vinningur í sögu bandaríska lottósins kom upp sat hún og fylgdist með drættinum. Hún varð að vonum hissa og athugaði miðann nokkrum sinnum. Allt stefndi og enginn annar reyndist með réttu tölurnar, svo að heildarvinningurinn, 21.262 milljónir króna, féllu henni í skaut. Geraldine segist ætla að gefa börnum og góðgerðarstofnunum væna summu, og sjálf ætlar hún í heimsreisu. Fyrst á dagskrá er þó fundur með fjármálaráðgjafa en áður en að honum kemur þarf að þrífa heimili kúnnanna, sem Geraldin kveðst ætla að gera enn um sinn, þangað til allt er komið á hreint.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×