Fleiri fréttir Allawi ekki á fund ESB? Vegna versnandi ástands í Írak er óvíst hvort forsætisráðherra landsins, Iyad Allawi, fari til fundar við utanríkisráðherra aðildarlanda Evrópusambandsins í næstu viku. 8.7.2004 00:01 Standa ekki við loforð Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi stjórnvöld í Súdan fyrir að standa ekki við fyrirheit um að hjálpa til við að binda endi á þjáningar í Darfurhéraði. Fjöldi þeldökkra íbúa héraðsins hefur lagt á flótta vegna árása arabískra vígasveita sem hafa notið stuðnings stjórnvalda. 8.7.2004 00:01 Sjö létust og 15 slösuðust á Gaza Að minnsta kosti sjö Palestínumenn létust og fimmtán slösuðust þegar hersveitir Ísraela réðust inn í borg á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Jassir Arafat, leiðtogi Palestínumanna, segir að árásirnar séu fjöldamorð og að Ísraelsmenn hafi útilokað frið á svæðinu með þessum aðgerðum. 8.7.2004 00:01 Lífstíðardómur Mijailovic ógiltur Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð ógilti í dag lífstíðardóm yfir Mijailo Mijailovic, morðingja Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, og dæmdi hann þess í stað til vistunar á réttargeðdeild. Mögulegt er að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar Svíþjóðar. 8.7.2004 00:01 Óttast hryðjuverk í Bandaríkjunum Landvarnarráðherra Bandaríkjanna óttast hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í haust. 8.7.2004 00:01 Óttast árásir al-Kaída Al-Kaída hryðjuverkasamtökin stefna að árás á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar þar í landi í nóvember. Þessu lýsti Tom Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, yfir í dag. 8.7.2004 00:01 Ólst upp hjá kjúklingum Sunjit-Kumar, 32 ára frá Fídjieyjum, gengur undir nafninu kjúklingamaðurinn. Hann lærir nú að umgangast menn á nýjan leik eftir að hafa alist upp með kjúklingum. 8.7.2004 00:01 Á engan töfrasprota Mohamed Elbaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, kom til Ísraels í gær. Elbaradei var ekki bjartsýnn við komuna til landsins og sagðist engan töfrasprota eiga til þess að hafa áhrif á þá stefnu Ísraelsmanna að viðurkenna ekki að eiga kjarnorkuvopn. 7.7.2004 00:01 Varað við morðum Tsahi Hanegbi, lögreglumálaráðherra Ísraels, varaði við því í gær að öfgasinnaðir gyðingar ætluðu sér að ráða áberandi stjórnmálamenn og háttsetta embættismenn af dögum þegar ríkisstjórnin hóf að flytja landnema frá Gazasvæðinu. 7.7.2004 00:01 Keppinautur verður samherji Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan. 7.7.2004 00:01 Myrti tugi ferðamanna Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. 7.7.2004 00:01 Milljónasekt fyrir ölvunarakstur Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. 7.7.2004 00:01 Málmstoðir ástæða hrunsins Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. 7.7.2004 00:01 Fjórir hermenn féllu Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar. 7.7.2004 00:01 Forseti Austurríkis látinn Thomas Klestil, forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, sjötíu og eins árs að aldri. Hann fékk tvö öflug hjartaáföll fyrr í vikunni og var fluttur á sjúkrahús. 7.7.2004 00:01 Fimm látnir á Srí Lanka Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og um tugur særðist í sjálfsmorðsárás uppreisnarmanna í Kólombó á Srí Lanka í morgun. Hjördís Finnbogadóttir, talsmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir spennu og ótta hafa aukist í landinu að undanförnu. </font /> 7.7.2004 00:01 Flugskeytaárás á Gaza Fjöldi manna særðist í flugskeytaárás Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu í morgun. Ísraelsk herþyrla skaut nokkrum flugskeytum á bifreiðar í Zeitoun hverfinu sem Ísraelsmenn telja bækistöðvar herskárra Palestínumanna. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í árásinni. 7.7.2004 00:01 Ný öryggislög í Írak Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad. 7.7.2004 00:01 Fimm slösuðust í Pamplóna Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir hið árlega nautahlaup í Pamplóna á Spáni í morgun. Þúsundir manna hlupu í dauðans ofboði á undan fimm nautum sem vega hvert um sig hálft tonn og hafa banvæn horn á höfði. 7.7.2004 00:01 Stendur við fyrri yfirlýsingar Bandaríska rannsóknanefndin sem hefur rannsakað aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög takmörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja enn fremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. 7.7.2004 00:01 Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. 7.7.2004 00:01 Kirkja í greiðslustöðvun Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. 7.7.2004 00:01 Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. 7.7.2004 00:01 Kafbátur í óskilum Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði tilheyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kafbát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði. 7.7.2004 00:01 Þriðjungur hugbúnaðar stolinn Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. 7.7.2004 00:01 Kanar finnast varla undir stýri Innan við fimmti hver leigubílstjóri í New York er fæddur í Bandaríkjunum og hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra. 7.7.2004 00:01 Eldar í Grikklandi Einn maður fórst og fjöldi heimila eyðilagðist í gríðarlegum skógareldum sem geisað hafa undanfarna daga í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmönnum tókst loks í dag að ná stjórn á eldunum en björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna hita og mikilla vinda. 7.7.2004 00:01 Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás. 7.7.2004 00:01 Ný öryggislög samþykkt í Írak Ríkisstjórn Íraks hefur samþykkt ný öryggislög til að auðvelda baráttuna við herskáa uppreisnarmenn í landinu. Bardagar héldu áfram á götum Bagdad í dag. 7.7.2004 00:01 Frestur Yukos rennur út í dag Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Yukos hefur beðið stjórn félagsins að nota hlutabréf sín og annarra til að greiða vangoldnar skattgreiðslur til rússneskra yfirvalda, sem að öðrum kosti gætu riðið fyrirtækinu að fullu. 7.7.2004 00:01 Bush gagnrýnir valið á Edwards George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys. 7.7.2004 00:01 Ummæli forsætisráðherra á CNN Ummæli Davíðs Oddssonar í Hvíta húsinu í gær um að framtíð allrar heimsbyggðarinnar væri bjartari vegna aðgerðanna í Írak hafa vakið athygli heimspressunnar. Þingmaður Vinstri-grænna efast þó um að forsætisráðherra hafi þar á réttu að standa. 7.7.2004 00:01 Neyðarlög gegn vígamönnum Íraska bráðabirgðastjórnin hefur loks komið sér saman um neyðarlög sem veita henni víðtækar heimildir til að berjast gegn vígamönnum. Viðurkennt er að þau takmarki nokkuð réttindi fólks en slíkt er sagt nauðsynlegt. </font /></b /> 7.7.2004 00:01 Sukarnoputri tapar kosningum Talið er öruggt að Magawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, hafi tapað í forsetakosningum í gær. Þegar talið hefur verið í flestum kjördæmum er hún með aðeins 26 prósent, en meginkeppinautur hennar, Yudhoyono, fyrrverandi öryggismálaráðherra, er með 33,2 prósent. 6.7.2004 00:01 Ólíklegt að Ísraelsmenn breyti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin vill að Ísraelsmenn gangist við því að þeir reki kjarnorkuvopnaáætlun eða séu í það minnsta færir um að smíða slík vopn. Ísraelsstjórn hefur hvorki játað né neitað því að eiga kjarnorkuvopn, þó að almennt sé talið að slík vopn séu til staðar. 6.7.2004 00:01 Milli heims og helju Líf forseta Austurríkis, Thomasar Klestils, hangir á bláþræði eftir að hann fékk tvö öflug hjartaáföll. Líffæri hans eru að gefa sig og ástandið er, að sögn lækna, mjög alvarlegt. Þeir telja næsta sólarhring leiða í ljós hvort að Klestil lifir af eður ei. 6.7.2004 00:01 Olíuverð hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og er nú komið í 39 dollara og 14 sent, sem er hækkun um 1,95 prósent. Meginástæðan er sú að skemmdarverk voru unnin á olíuleiðslum í Írak sem gerði það að verkum að olíuframleiðslan þar minnkaði um helming. 6.7.2004 00:01 Yukos fær lengri frest Rússnesk yfirvöld létu í morgun í það skína, að til greina kæmi að veita olíufyrirtækinu Yukos lengri frest til að greiða skattaskuld sína. Í kjölfar fregnanna hækkaði gengi bréfa í Yukos á hlutabréfamarkaði. 6.7.2004 00:01 Edwards varaforsetaefni Kerrys John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur. 6.7.2004 00:01 Þjóðverjar þurfa að vinna meira Þjóðverjar verða að taka sig á og vinna meira ætli þeir ekki að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um störf. Fimmtíu stunda vinnuvika er nauðsynleg, að mati sérfræðinga. Langt er um liðið síðan að viðskiptaundrið Þýskaland leið undir lok og ímynd hins vinnuglaða Þjóðverja varð að goðsögn án stoðar í raunveruleikanum. 6.7.2004 00:01 Reiðubúnir fyrir aðild "Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins. 6.7.2004 00:01 Þrettán létust í sprengjuárás Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. 6.7.2004 00:01 Prestur flýði af slysstað Pólskur prestur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Presturinn var fundinn sekur um að hafa keyrt á ellefu ára stúlku og stungið svo af. Nokkrum mínútum síðar lést stúlkan af sárum sínum. 6.7.2004 00:01 Húsið að veði í kosningabaráttunni Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu. 6.7.2004 00:01 Hungursneyð í 23 ríkjum Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. 6.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Allawi ekki á fund ESB? Vegna versnandi ástands í Írak er óvíst hvort forsætisráðherra landsins, Iyad Allawi, fari til fundar við utanríkisráðherra aðildarlanda Evrópusambandsins í næstu viku. 8.7.2004 00:01
Standa ekki við loforð Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi stjórnvöld í Súdan fyrir að standa ekki við fyrirheit um að hjálpa til við að binda endi á þjáningar í Darfurhéraði. Fjöldi þeldökkra íbúa héraðsins hefur lagt á flótta vegna árása arabískra vígasveita sem hafa notið stuðnings stjórnvalda. 8.7.2004 00:01
Sjö létust og 15 slösuðust á Gaza Að minnsta kosti sjö Palestínumenn létust og fimmtán slösuðust þegar hersveitir Ísraela réðust inn í borg á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Jassir Arafat, leiðtogi Palestínumanna, segir að árásirnar séu fjöldamorð og að Ísraelsmenn hafi útilokað frið á svæðinu með þessum aðgerðum. 8.7.2004 00:01
Lífstíðardómur Mijailovic ógiltur Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð ógilti í dag lífstíðardóm yfir Mijailo Mijailovic, morðingja Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, og dæmdi hann þess í stað til vistunar á réttargeðdeild. Mögulegt er að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar Svíþjóðar. 8.7.2004 00:01
Óttast hryðjuverk í Bandaríkjunum Landvarnarráðherra Bandaríkjanna óttast hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í haust. 8.7.2004 00:01
Óttast árásir al-Kaída Al-Kaída hryðjuverkasamtökin stefna að árás á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar þar í landi í nóvember. Þessu lýsti Tom Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, yfir í dag. 8.7.2004 00:01
Ólst upp hjá kjúklingum Sunjit-Kumar, 32 ára frá Fídjieyjum, gengur undir nafninu kjúklingamaðurinn. Hann lærir nú að umgangast menn á nýjan leik eftir að hafa alist upp með kjúklingum. 8.7.2004 00:01
Á engan töfrasprota Mohamed Elbaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, kom til Ísraels í gær. Elbaradei var ekki bjartsýnn við komuna til landsins og sagðist engan töfrasprota eiga til þess að hafa áhrif á þá stefnu Ísraelsmanna að viðurkenna ekki að eiga kjarnorkuvopn. 7.7.2004 00:01
Varað við morðum Tsahi Hanegbi, lögreglumálaráðherra Ísraels, varaði við því í gær að öfgasinnaðir gyðingar ætluðu sér að ráða áberandi stjórnmálamenn og háttsetta embættismenn af dögum þegar ríkisstjórnin hóf að flytja landnema frá Gazasvæðinu. 7.7.2004 00:01
Keppinautur verður samherji Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan. 7.7.2004 00:01
Myrti tugi ferðamanna Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. 7.7.2004 00:01
Milljónasekt fyrir ölvunarakstur Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. 7.7.2004 00:01
Málmstoðir ástæða hrunsins Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. 7.7.2004 00:01
Fjórir hermenn féllu Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar. 7.7.2004 00:01
Forseti Austurríkis látinn Thomas Klestil, forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, sjötíu og eins árs að aldri. Hann fékk tvö öflug hjartaáföll fyrr í vikunni og var fluttur á sjúkrahús. 7.7.2004 00:01
Fimm látnir á Srí Lanka Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og um tugur særðist í sjálfsmorðsárás uppreisnarmanna í Kólombó á Srí Lanka í morgun. Hjördís Finnbogadóttir, talsmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir spennu og ótta hafa aukist í landinu að undanförnu. </font /> 7.7.2004 00:01
Flugskeytaárás á Gaza Fjöldi manna særðist í flugskeytaárás Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu í morgun. Ísraelsk herþyrla skaut nokkrum flugskeytum á bifreiðar í Zeitoun hverfinu sem Ísraelsmenn telja bækistöðvar herskárra Palestínumanna. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í árásinni. 7.7.2004 00:01
Ný öryggislög í Írak Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad. 7.7.2004 00:01
Fimm slösuðust í Pamplóna Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir hið árlega nautahlaup í Pamplóna á Spáni í morgun. Þúsundir manna hlupu í dauðans ofboði á undan fimm nautum sem vega hvert um sig hálft tonn og hafa banvæn horn á höfði. 7.7.2004 00:01
Stendur við fyrri yfirlýsingar Bandaríska rannsóknanefndin sem hefur rannsakað aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög takmörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja enn fremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. 7.7.2004 00:01
Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. 7.7.2004 00:01
Kirkja í greiðslustöðvun Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. 7.7.2004 00:01
Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. 7.7.2004 00:01
Kafbátur í óskilum Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði tilheyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kafbát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði. 7.7.2004 00:01
Þriðjungur hugbúnaðar stolinn Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. 7.7.2004 00:01
Kanar finnast varla undir stýri Innan við fimmti hver leigubílstjóri í New York er fæddur í Bandaríkjunum og hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra. 7.7.2004 00:01
Eldar í Grikklandi Einn maður fórst og fjöldi heimila eyðilagðist í gríðarlegum skógareldum sem geisað hafa undanfarna daga í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmönnum tókst loks í dag að ná stjórn á eldunum en björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna hita og mikilla vinda. 7.7.2004 00:01
Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás. 7.7.2004 00:01
Ný öryggislög samþykkt í Írak Ríkisstjórn Íraks hefur samþykkt ný öryggislög til að auðvelda baráttuna við herskáa uppreisnarmenn í landinu. Bardagar héldu áfram á götum Bagdad í dag. 7.7.2004 00:01
Frestur Yukos rennur út í dag Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Yukos hefur beðið stjórn félagsins að nota hlutabréf sín og annarra til að greiða vangoldnar skattgreiðslur til rússneskra yfirvalda, sem að öðrum kosti gætu riðið fyrirtækinu að fullu. 7.7.2004 00:01
Bush gagnrýnir valið á Edwards George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys. 7.7.2004 00:01
Ummæli forsætisráðherra á CNN Ummæli Davíðs Oddssonar í Hvíta húsinu í gær um að framtíð allrar heimsbyggðarinnar væri bjartari vegna aðgerðanna í Írak hafa vakið athygli heimspressunnar. Þingmaður Vinstri-grænna efast þó um að forsætisráðherra hafi þar á réttu að standa. 7.7.2004 00:01
Neyðarlög gegn vígamönnum Íraska bráðabirgðastjórnin hefur loks komið sér saman um neyðarlög sem veita henni víðtækar heimildir til að berjast gegn vígamönnum. Viðurkennt er að þau takmarki nokkuð réttindi fólks en slíkt er sagt nauðsynlegt. </font /></b /> 7.7.2004 00:01
Sukarnoputri tapar kosningum Talið er öruggt að Magawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, hafi tapað í forsetakosningum í gær. Þegar talið hefur verið í flestum kjördæmum er hún með aðeins 26 prósent, en meginkeppinautur hennar, Yudhoyono, fyrrverandi öryggismálaráðherra, er með 33,2 prósent. 6.7.2004 00:01
Ólíklegt að Ísraelsmenn breyti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin vill að Ísraelsmenn gangist við því að þeir reki kjarnorkuvopnaáætlun eða séu í það minnsta færir um að smíða slík vopn. Ísraelsstjórn hefur hvorki játað né neitað því að eiga kjarnorkuvopn, þó að almennt sé talið að slík vopn séu til staðar. 6.7.2004 00:01
Milli heims og helju Líf forseta Austurríkis, Thomasar Klestils, hangir á bláþræði eftir að hann fékk tvö öflug hjartaáföll. Líffæri hans eru að gefa sig og ástandið er, að sögn lækna, mjög alvarlegt. Þeir telja næsta sólarhring leiða í ljós hvort að Klestil lifir af eður ei. 6.7.2004 00:01
Olíuverð hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og er nú komið í 39 dollara og 14 sent, sem er hækkun um 1,95 prósent. Meginástæðan er sú að skemmdarverk voru unnin á olíuleiðslum í Írak sem gerði það að verkum að olíuframleiðslan þar minnkaði um helming. 6.7.2004 00:01
Yukos fær lengri frest Rússnesk yfirvöld létu í morgun í það skína, að til greina kæmi að veita olíufyrirtækinu Yukos lengri frest til að greiða skattaskuld sína. Í kjölfar fregnanna hækkaði gengi bréfa í Yukos á hlutabréfamarkaði. 6.7.2004 00:01
Edwards varaforsetaefni Kerrys John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur. 6.7.2004 00:01
Þjóðverjar þurfa að vinna meira Þjóðverjar verða að taka sig á og vinna meira ætli þeir ekki að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um störf. Fimmtíu stunda vinnuvika er nauðsynleg, að mati sérfræðinga. Langt er um liðið síðan að viðskiptaundrið Þýskaland leið undir lok og ímynd hins vinnuglaða Þjóðverja varð að goðsögn án stoðar í raunveruleikanum. 6.7.2004 00:01
Reiðubúnir fyrir aðild "Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins. 6.7.2004 00:01
Þrettán létust í sprengjuárás Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. 6.7.2004 00:01
Prestur flýði af slysstað Pólskur prestur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Presturinn var fundinn sekur um að hafa keyrt á ellefu ára stúlku og stungið svo af. Nokkrum mínútum síðar lést stúlkan af sárum sínum. 6.7.2004 00:01
Húsið að veði í kosningabaráttunni Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu. 6.7.2004 00:01
Hungursneyð í 23 ríkjum Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. 6.7.2004 00:01