Erlent

Fyrsta sprenging í fjóra mánuði

Kona fórst þegar sprengja á vegum palestínskra hryðjuverkamanna sprakk við strætisvagnastoppistöð í Tel Aviv í morgun. Yfir þrjátíu særðust í sprengingunni, sem al-Aksa herdeildin kveðst bera ábyrgð á. Herdeildin er hluti Fatah-hreyfingar Jassirs Arafats. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem palestínskum öfgamönnum tekst að koma fyrir sprengju í Ísrael. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir sprenginguna sýna og sanna nauðsyn öryggismúrs Ísraels, sem Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði ólöglegan í vikunni. Sharon sagði það sök dómsins, að sprengjuárásin hefði tekist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×