Erlent

Sýkingarhætta á sjúkrahúsum

Breska heilbrigðisráðuneytið hyggst senda eftirlitsfólk inn á spítala landsins á þriggja mánaða fresti til að gera úttekt á hreinlæti starfsfólks en á því hefur borið að sýkingar innan spítala hafi margfaldast síðustu árin. Hafa alls kyns örverur og bakteríur komið sér fyrir víða en snerting við slíkt getur reynst sjúklingum hættulegt, sérstaklega ef um opin sár er að ræða. Er ætlunin að koma upp töflu á hverjum spítala þar sem sýkingarhættan á viðkomandi sjúkrahúsi er gefin upp hverju sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×