Fleiri fréttir

Þrír í haldi vegna hnífstungu

Þrír Íslendingar eru í haldi eftir að maður var stunginn í bakið með hníf nálægt Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur í gær. Eftir árásina upphófst leit lögreglu að sakamönnunum og bar hún árangur í morgun.

Kunna ekki skýringar á minni gos­ó­róa

Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna.

Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær

Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu.

Enginn biðlisti í leikskólann á Skagaströnd

Íbúum á Skagaströnd er að fjölga en það gerist hægt. Kona, sem flutti á staðinn fyrir þremur árum segir að staðurinn sé friðsæll og náttúran allt í kringum þorpið sé yndisleg. Börn eru tekin níu mánaða inn í leikskólann og þar er engin biðlisti.

Leita manns eftir hnífstungu í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem stakk annan mann í bakið í miðbænum í nótt. Maðurinn flúði eftir hnífstunguna og stendur leit yfir. Sá sem var stunginn var fluttur á sjúkrahús og var hann þá með meðvitund.

Missti báða fót­­leggina eftir slys á Trölla­­skaga

Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða.

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður

Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín.

Gönguleið A lokað í nótt

Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt.

Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna

Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel.

Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu

Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina.

„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“

Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um.

Reiknað með leik­skóla og neðan­sjávar­veitinga­stað við Gufu­nes­bryggju

Borgarráð hefur samþykkt að hefja viðræður við Þorpið-Vistfélag á grundvelli verðlaunatillögu um uppbyggingu við Gufunesbryggju, sem felur meðal annars í sér byggingu leikskóla og veitingastað sem verði að hluta til neðansjávar.  Kanna á hvort raunhæft sé að staðsetja leikskóla á umræddu svæði.

Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda vill að for­stjórar stærstu fyrir­tækja landsins lækki laun sín og sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræður. Honum þykir mörg stór­fyrir­tæki hafa sýnt á­byrgðar­leysi í verð­bólgu­á­standinu.

Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu

Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó.

Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap

Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei  hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019.

Óttast að of­beldis­menning taki yfir verka­lýðs­hreyfinguna

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal.

„Nei mér finnst það ekki boðlegt“

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega.

Edda fór yfir fimm­tíu ára feril í frétta­mennsku

Edda Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í kvöld las hún kvöldfréttir Stöðvar 2 í síðasta sinn og fór yfir feril sinn í Íslandi í dag hjá Sindra Sindrasyni í kjölfarið.

Hestar í torfhúsi á Lýtingsstöðum í Skagafirði

Fallegt torfhesthús er á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði þar sem nokkrir hestar geta verið inni. Þar er líka mikið af gömlum reiðtygjum, sem gestir og gangandi geta fengið að skoða. Íslenski fjárhundurinn er líka í hávegum hafður á bænum.

Hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum

For­maður Öldunnar, stéttar­fé­lags innan Al­þýðu­sam­bandsins (ASÍ), segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­farið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Talsverður hiti var í fólki þegar það ræddi málin við borgarstjóra og borgarfulltrúa. Við sýnum frá mótmælunum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir