Fleiri fréttir

Fjöldi sjálfsvíga 2021 svipaður og síðustu ár
Alls sviptu 38 manns sig lífi á Íslandi á árinu 2021, eða 10,2 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn er áþekkum þeim á síðustu árum, en að meðaltali voru 38 sjálfsvíg á ári síðustu fimm árin, 2017 til 2021, eða 10,7 á hverja 100 þúsund íbúa.

Stelpurnar komast á heimsmeistaramótið í tæka tíð
Búið er að tryggja öllum dansstelpunum frá danskólanum JSB flugfar frá Íslandi í dag eða á morgun. Að sögn aðstoðarskólastjóra skólans komast þær á áfangastað í tæka tíð til að keppa á heimsmeistaramóti í dansi, þótt litlu hafi mátt muna.

Lögregla leitar manns
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manni sem birtist á myndum sem fylgja fréttinni og má sjá að ofan.

Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks
Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar.

Um tuttugu prósent fleiri sóttu um leikskólakennaranám
Um tuttugu prósent aukning er í umsóknum í nám leikskólakennarafræði milli ára en sjötíu leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum.

Leika sér ekki að því að aflýsa flugi
Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs.

Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um mikilvægi þess að fólk velji sér raforkusala en um 700 manna hópur er í hættu á að lokað verði fyrir rafmagnið hjá þeim innan tíðar.

Jörð skalf í Bárðarbungu í morgun
Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig reið yfir í Bárðarbungu í morgun.

Tveir ungir menn handteknir vegna innbrots í lyfjaverslun
Tveir ungir menn voru handteknir í nótt, grunaðir um innbrot í lyfjaverslun í Garðabæ. Tilkynning um innbrotið barst um klukkan 3.15 en þá sáust mennirnir hlaupa af vettvangi og fara á brott í bifreið.

Danshópur úr Reykjanesbæ vann heimsmeistaratitil
Hópur ungra dansara úr dansskólanum Danskompaní í Reykjanesbæ vann rétt í þessu til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni.

Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið
Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum.

Æt blóm í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi
Eina garðyrkjustöðin á Snæfellsnesi gerir það gott en hún framleiðir meðal annars salöt og æt blóm, ásamt því að vera með kaffihús með gómsætum hnallþórum.

„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn.

Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst
Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði.

Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur
Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Rúmlega 540 þúsund gölluðum fínagnagrímum fargað
Landspítalinn festi kaup á tæplega fimmtán milljónum eininga af hlífðarbúnaði á síðustu tveimur árum vegna Covid-19 heimsfaraldursins, kostnaður hlífðarbúnaðarins nemur rúmlega 1,5 milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu.

Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur
Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks.

Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands
Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands.

Íslendingar of óþolinmóðir gagnvart erlendum hreim
Prófessor í íslensku hvetur Íslendinga til að sýna útlendingum sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim þolinmæði. Hann var ánægður með ávarp fjallkonunnar í ár sem flutti íslenskt ljóð á þjóðhátíðardaginn með sterkum pólskum hreim.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Rússar vörpuðu sprengjum á Kænugarð í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við ræðum við Íslending í borginni sem er langþreyttur á stríðinu. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman á mikilvægum fundi í dag. Við fjöllum um stöðu mála í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Alls konar íslenska og kvótakerfið í Sprengisandi
Rætt verður um alls konar íslensku, réttu leiðina í landbúnaðarmálum, hvað teljist eðlilegt afgjald fyrir aðgang að fiskimiðum og börn sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf
Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið.

Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík
Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur.

Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær
Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna.

Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð.

Mikill viðbúnaður lögreglu í Veghúsum
Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Veghúsum upp úr tíuleytinu í kvöld. Þar mátti sjá fjölda lögreglubíla auk vopnaðra sérsveitarmanna í fullum klæðum.

Rændi Nettó og flúði af vettvangi
Matvöruverslunin Nettó í Lágmúla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræninginn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins.

Stefnir íslenska ríkinu fyrir frelsissviptingu: „Þetta var helvíti“
Kona sem svipt var réttinum á að afplána utan fangelsis undir rafrænu eftirliti og kölluð aftur í fangelsi árið 2018 segir síðustu tvö ár afplánunar hafa verið helvíti. Hún hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir það sem hún kallar ólögmæta frelsissviptingu. Á sakaskrá konunnar er eitt stærsta fíkniefnamál síðari tíma á Íslandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Skotárásin sem gerð var á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt er talin vera hryðjuverk öfgafulls íslamista. Tveir létust og fjórtán særðust. Íslendingur í Noregi óttaðist um hinsegin vini sína og segir skilning fyrir því að gleðigöngu hafi verið frestað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá minningarstund Samtakanna '78 í Norræna húsinu.

Hjólagarpurinn Þorsteinn heiðraður
Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðahringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum en hann missti tengdason sinn fyrir nokkru og vildi hann styrkja samtökin. Píetasamtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri
Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði.

Hefur tvisvar troðið upp á staðnum þar sem árásin var framin: „Ég gæti verið dáinn núna“
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á skemmtistaðnum í Osló þar sem tvennt var myrt í skotárás í nótt. „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna,“ segir hann.

„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar“
„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir skotárás á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Við ræðum við Íslending búsettan í Osló í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Hvetja Íslendinga í Osló til að láta vita af sér
Íslenska sendiráðið í Osló hvatti Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér í morgun. Tveir voru skotnir til bana í mögulegri hryðjuverkaárás í skemmtanahverfi Oslóar í nótt.

Metfjöldi brautskráðra frá Háskóla íslands
Háskóli Íslands brautskráir 2.594 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag, aldrei hafa fleiri verið brautskráðið. Í fyrsta skipti í tvö ár munu vinir og vandamenn brautskráðra mega mæta á athöfnina en hún verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi.

Talinn hafa verið ölvaður þegar hann velti bíl
Ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðamóttöku eftir að bíll þeirra valt á Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Sá sem ók bílnum er grunaður um ölvun við akstur.

Beinbrot í rafskútuslysum í borginni í gærkvöldi
Tvennt hlaut beinbrot í rafhlaupahjólaslysum í Reykjavík í gærkvöldi. Sá þriðji hlaut aðhlynningu á bráðadeild en hann reyndist hafa verið afar ölvaður á hjólinu.

Handlék hníf innan um hóp ungmenna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem tilkynnt var um að hefði handleikið hníf innan um hóp ungmenna í Árbæ í gærkvöldi. Áður hafði sést til hans koma út úr skóla þar sem innbrotskerfi var í gangi.

Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis.

Draga úr leit þar sem fáir vilja kanínurnar
Sextíu kanínur sem tekist hefur að fanga í Elliðaárdalnum leita nú að framtíðarheimili en leitin hefur gengið hægt.

Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang
Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Ekki bara minnihlutar í fýlukasti
Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur.