Fleiri fréttir

Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn

Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum.

„Stjórnar­and­staðan skíttapaði ein­fald­lega“

Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni.

Heims­pressan fjallar um sögu­legan sigur kvenna í kosningunum

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta.

Guðmundur Franklín kominn með nóg

Kjósendur mega ekki búast við því að Guðmundur Franklín Jónsson verði á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum næsta árs. Hann segist ætla að taka sér hlé eftir að flokkurinn náði ekki hálfu prósentustigi atkvæða í Alþingiskosningunum í gær.

Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag.

Enginn hasar á Bessa­stöðum í dag

Engir leiðtogar verða boðaðir á fund forseta Íslands í dag þar sem ríkisstjórnin missti ekki meirihluta sinn. Forsetinn metur það svo að með tilliti til niðurstaðna sé hægt að stimpla Framsókn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna.

Æsi­spennandi kosninga­nótt og 23 nýir þing­menn

23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata.

Þorgerður Katrín tekur upp hanskann fyrir Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ljóst að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórn nema að gera kröfu um forsætisráðherrastólinn. Viðreisn bætti við sig einum þingmanni en Þorgerður Katrín virkaði ekkert sérstaklega ánægð með niðurstöðu flokksins á Sprengisandi í morgun.

Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu

Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna.

„Já, fínt“

Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna.

Formennirnir mættu á Sprengisand

Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum.

Stjórnmálamenn út, pítsur og súkkulaði inn

Rís þá í okkur dagur eftir langa nótt, sagði skáldið… Ásýnd miðbæjarins var strax önnur þegar hjólað var til vinnu úr miðbænum og í Laugardal á sjöunda tímanum, þegar tekið var að grána fyrir fyrsta degi nýs pólitísks veruleika á Íslandi að afloknum þingkosningum 2021.

Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“

Sig­mar Guð­munds­son, sem situr í öðru sæti Við­reisnar í Suð­vestur­kjör­dæmi, er einn þeirra jöfnunar­manna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunar­sæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjör­dæminu en hvort hann komist inn sem kjör­dæma­kjörinn þing­maður mun ráðast þegar loka­tölur úr Suð­vestur­kjör­dæmi verða birtar, lík­lega á næsta klukku­tímanum.

Ók á þrjá bíla og missti fram­dekkið undan bílnum

Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt eftir að hann hafði ekið á þrjá bíla og misst annað framdekkið undan bíl sínum. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. 

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ

Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka.

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

„Við hefðum viljað sjá meira“

Til­finningar formanns Við­reisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjör­kössunum heldur en flestar skoðana­kannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þing­manni.

Katrín sátt við fyrstu tölur

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. 

„Ekki bara eldri karlar í Fram­sóknar­flokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 

„Auðvitað ekki hægt að tapa“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var sigurreifur í ræðu sem hann hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku flokksins á Hótel Nordica, eftir að fyrstu tölur kvöldsins bárust úr Norðvesturkjördæmi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.