Fleiri fréttir

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19 og yfirstandandi bylgja er á niðurleið.

Á erfitt með að hafa sam­úð með þreyttum læknum Land­spítala

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir að eitt stærsta vanda­mál Land­spítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vanda­mál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjár­magni einu saman.

Land­spítalinn hættir að nota hrað­próf

Far­sótta­nefnd Land­spítalans hefur á­kveðið að hætta að nota hr­að­greiningar­próf til að prófa starfs­menn sína, sem eru með væg ein­kenni, fyrir Co­vid-19 og taka PCR-próf al­farið í notkun í staðinn. Í til­kynningu nefndarinnar segir að hrað­prófin séu verri kostur en PCR-próf.

Rennslið fer minnkandi í Skaftá

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Nýr fram­kvæmdar­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta

Helga Þórey Júlíudóttir tók í dag við sem nýr framkvæmdastjóri hjá skátunum og mun hún leiða breytingar á starfsemi Skátamiðstöðvar til að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Hefði verið auð­velt að fremja kosninga­svindl

Möguleikinn á kosningasvindli í komandi alþingiskosningum var fyrir hendi með notkun falsaðra stafrænna ökuskírteina. Tækni til að sannreyna skírteinin var ekki tekin í notkun við kjörstaði fyrr en í byrjun vikunnar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst. 

Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám

Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá.

Of­beldis­maður á skil­orði grunaður um kyn­ferðis­brot í Eyjum

Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags, var dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu í fyrra. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

43 greindust með kórónu­veiruna í gær

43 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 27 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 63 prósent nýgreindra. Sextán voru utan sóttkvíar, eða um 37 prósent.

Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verður settur í Norræna húsinu klukkan 11. Stærstur hluti fundarins fer fram í Norræna húsinu og Grósku og verður í beinu streymi hér á Vísi.

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi

Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

KSÍ-málið bætist við þétta dagskrá á Fundi fólksins

Fundur fólksins hefst í dag og segir verkefnastjóri fundarins fólk ekki eiga að missa af neinum viðburði. Síðasti viðburður á þétta dagskrá er umræður Kvenréttindafélags Íslands um menninguna í íþróttahreyfingunni sem ber yfirskriftina Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla

Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 

Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni

Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar.

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun

Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins - þar sem hann hafnar því að hafa beitt þær ofbeldi.

Vara við því að kveikja eld vegna þurrka

Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista.

Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman

KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi lands­leikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýska­landi þó reglu­gerð sem heimili að 500 manns komi saman á við­burðum taki gildi á morgun.

Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili

Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir.

Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum

Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns.

Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum.

Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig

Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum.

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum. Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir