Fleiri fréttir

Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist

Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina.

ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða

ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á.

Í­hugar að setja á lag­girnar sótt­varna­stofnun

Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun.

Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum

Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni.

Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum

Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu fótboltastúlkna á Rey Cup sem fram fer nú um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

88 greindust smitaðir innanlands

88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 

Tíðindalítið hjá lögreglu fyrstu nótt takmarkana

Greina má gríðarlegan mun á dagbók lögreglu frá því í nótt samanborið við aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og lokuðu skemmtistaðir klukkan 11 og þurftu allir að vera komnir út fyrir miðnætti.

Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar

Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar.

Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti

Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 13. ágúst. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú 200 og tekin er upp eins metra nálægðarregla. 

Engin á­stæða til að missa trú á bólu­setningum

Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður.

Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi

Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. 

Á­tökin komu Fjólu í opna skjöldu

„Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins.

Óttast að veiran smitist inn á sjúkra­hús og hjúkrunar­heimili

Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi.

„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“

Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir þær samkomutakmarkanir sem taka gildi nú á miðnætti og rætt við sóttvarnalækni, sem hefur mestar áhyggjur af heilbrigðisstofnunum landsins.

„Því færri sem hittast í hópi því betra“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að atburðir síðustu daga verði til þess að fólk hugsi sig um áður en það fer á fjöldasamkomur. Hann segir því færri sem hittist næstu vikurnar því betra.

Hval­fjarðar­göng lokuð vegna bilaðs bíls

Loka þurfti Hvalfjarðargöngum á þriðja tímanum vegna bilaðs bíls í göngunum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þó nokkur bílaröð er eftir Vesturlandsvegi að göngunum bæði norðan og sunnan megin.

Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun

Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði.

Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu

Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað.

Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundu gosfara í svartaþoku eftir tveggja tíma leit

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í morgun til leitar að tveimur einstaklingum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Svartaþoka og rigning var á svæðinu en eftir um tveggja klukkustunda leit fannst fólkið.

Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði

Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust.

95 greindust smitaðir innanlands í gær

Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan.

Ör­tröð á Kefla­víkur­flug­velli í morgun

Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag.

Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi

Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman.

Maðurinn er kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Nökkva Aðalsteinssyni, 24 ára. Hann er 182 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með ljóst, stutt hár.

Höfnuðu á ljósastaur og sökuðu hvor annan um að hafa ekið bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur tilkynningum um innbrot í póstnúmeri 105 í Reykjavík með fjórtán mínútna millibili í gærkvöldi. Þá voru ökutæki stöðvuð víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“

Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.