Fleiri fréttir

Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum

Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2).

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina.

Gosið enn á ný að skipta um gír

Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings.

Líklega endurbólusett með öðru en Janssen

Embætti landlæknis hefur það til skoðunar hvort fólk með bóluefni frá Janssen þurfi á endurbólusetningu að halda. Yfirlæknir á sóttvarnasviði embættisins segir að næsti skammtur verði þá af öðru bóluefni en Janssen.

„Það stendur enginn hnífur í kúnni“

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023.

Sumarveður í öllum landshlutum um helgina

Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um slysið sem varð á Akureyri í gær þegar uppblásinn hoppukastali tókst á loft með fjölda barna innanborðs. Sex ára gamalt barn liggur nú á gjörgæslu vegna þessa.

Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu

Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.

„Þetta er bara rugl“

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu bauð góðan daginn á Facebook á áttunda tímanum í morgun. Greinileg þreytumerki má merkja á færslu slökkviliðsins sem gerir í stuttu máli upp annasaman sólarhring við störf.

Nýtt gos­op hefur opnast utan í gígnum

Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli og virðist það hafa gerst rétt fyrir um klukkan tíu í kvöld. Hraun er aftur farið að streyma úr gígnum en gosórói minnkaði töluvert fyrr í dag og sást varla í jarðeld.

Gosið farið að taka aftur við sér

Farið er að sjást aftur í hraun gægjast upp úr gígnum í Geldingadölum en gosóróinn minnkaði talsvert í dag og lítið hefur sést til jarðelds það sem af er degi.

„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“

Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist.

Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála.

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli”

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum.

Engir full­orðnir starfs­menn við Skrímslið: „Það greip um sig al­ger ringul­reið“

Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum.

Auka vernd uppljóstrara hjá Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi. Það felur í sér að lög um vernd uppljóstrara hafa verið innleidd með reglum, verklagsreglum og uppljóstrunargátt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hoppukastali tókst á loft með hátt í 100 börn innanborðs. Eigandinn hoppukastalans segist bera fulla ábyrgð á þessum harmleik. Rætt verður við hann og lögreglustjórann á Norðurlandi eystra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þetta slys.

Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé við­kvæmt blóm

„Fyrstu við­brögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níels­son kynnti sér málin að­eins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, þegar hann var inntur eftir við­brögðum við grein Brynjars Níels­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem birtist á Vísi í dag.

Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds

Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis.

„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“

„Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 

Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna.

„Þú hlýtur að vera að grínast“

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum.

Héldu á villtum kópi fyrir sjálfs­mynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða"

Líf­fræðingur hjá Náttúru­stofu Austur­lands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfs­mynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðar­firði. Það geti hrein­lega orðið til þess að urtan yfir­gefi þá og þeir drepist í kjöl­farið.

Matsatriði hverju sinni hvort bólusettir þurfi í sóttkví

Fólk sem hefur verið bólusett fyrir Covid-19 skal panta tíma í sýnatöku sem fyrst ef það fær einkenni sem minna á Covid-19. Hann á að halda sig heima og ekki fara í skóla eða vinnu. Bólusettir þurfa ekki að vera í sóttkví vegna minniháttar útsetningar.

Sjá næstu 50 fréttir