Innlent

Matsatriði hverju sinni hvort bólusettir þurfi í sóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór sjálfur í seinni sprautuna með bóluefni AstraZeneca í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór sjálfur í seinni sprautuna með bóluefni AstraZeneca í gær. Vísir/vilhelm

Fólk sem hefur verið bólusett fyrir Covid-19 skal panta tíma í sýnatöku sem fyrst ef það fær einkenni sem minna á Covid-19. Hann á að halda sig heima og ekki fara í skóla eða vinnu. Bólusettir þurfa ekki að vera í sóttkví vegna minniháttar útsetningar.

Sóttvarnalæknir hefur uppfært leiðbeiningar um sóttvarnir og ákveðnar undanþágur á sóttkví fyrir einstaklinga sem eru bólusettir gegn COVID-19.

Með bólusettum einstaklingi er átt við fullbólusetta en fullri virkni bólusetningar er náð tveimur vikum eftir síðari skammt bólusetningar eða tveimur vikum eftir Janssen bólusetningu. Ef þarf tvo skammta af bóluefni til að vera fullbólusettur þá gilda sömu reglur eftir einn skammt og gilda fyrir óbólusetta einstaklinga.

Alltaf gildir að bólusettur einstaklingur sem fær einkenni sem gætu verið COVID-19 á að fara í sýnatöku sem fyrst og ekki mæta í skóla eða til vinnu, eða fara heim ef kominn þangað. Ef sýni er neikvætt skal mæting í skóla eða í vinnu ákveðin í samráði við yfirmann, þegar einkenni eru gengin yfir.

Bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví þurfa ekki að vera í sóttkví og við minniháttar útsetningu s.s. ef smitaður samstarfsmaður eða samferðamaður á ferðalagi má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga.

Ef nánd við smitaðan einstakling er veruleg getur bólusettur einstaklingur þurft að fara í sóttkví skv. ákvörðun smitrakningateymis, svo sem samfelld umgengni við COVID-19 smitaðan einstakling.


Tengdar fréttir

„Þetta er ekki einu sinni vont“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var á meðal þeirra sem bólusettir voru með bóluefni AstraZeneca í dag. Um var að ræða bólusetningu með seinni skammti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.