Fleiri fréttir

Tveir handteknir vegna líkamsárása í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás klukkan 00:39. Segir í dagbók lögreglu að um minniháttar hafi verið að ræða. Einn maður var handtekinn vegna málsins og gistir hann fangageymslu.

Marg­falt fleiri skjálftar á viku en heilu ári

Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019.

„Staðan í Foss­vogs­skóla er graf­alvar­leg“

Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða.

Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld

Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu.

Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði

Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa.

Látrabjarg friðlýst

Umhverfisráðherra skrifaði undir friðlýsingu Látrabjargs, eins stærsta fuglabjargs Evrópu í dag. Markmið friðlýsingarinnar er sagt að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst að sjálfsögðu áfram með skjálftahrinunni suður með sjó. Það er stöðugt óvissustig, ekki síst hjá fólkinu sem býr í nágrenninu, Grindavík, Vogum og öðrum bæjum á Suðurnesjum og sérfræðingar fylgjast grannt með.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili

Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.

Mögu­lega á leið inn í nýja um­brota­hrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“

Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“.

Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum.

Sjö sendir til baka án gildra vottorða

Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun.

Samþykktu nýjan kjarasamning með miklum meirihluta

Kjarasamningur AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál var samþykktur með 94 prósent greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk í gær. Á kjörskrá voru 457 starfsmenn og var kjörsókn 72,4 prósent. Samningurinn gildir til þriggja ára, afturvirkt frá 1. mars 2020 að því er segir í tilkynningu frá Alcoa.

Styttri þjónustutími á völdum leiðum Strætó

Í gær stytti Strætó tímabundið þjónustutíma á kvöldin á völdum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Ekki kemur fram í hve langan tíma skerta þjónustan mun vara.

Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni.

Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni

Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma.

„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“

Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann.

Ás­laug segir að­fanga­dags­sím­tölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna

Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið.

Bein útsending: Saga íslensku stjórnarskrárinnar

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti samfélagssviðs HR, fjallar um sögu íslensku stjórnarskrárinnar í stafrænum þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og er reiknað með því að hann verði um klukkustund að lengd.

Riða komin upp í Húnaþingi vestra

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi. Síðast greindist riða í hólfinu árið 2015. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins.

81 árs og eldri streyma í bólusetningu

Í dag hófst bólusetning fyrir Covid-19 á einstaklingum í aldurshópnum 81 árs og eldri. Á höfuðborgarsvæðinu fer bólusetningin fram í Laugardalshöll en þangað eru þeir boðaðir sem fæddir eru 1939 eða fyrr að því er segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann

Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann.

Katla Þorsteinsdóttir er látin

Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin, 57 ára að aldri. Katla lést á heimili sínu þann 1. mars eftir baráttu við krabbamein síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kötlu.

Minnast Johns Snorra við Vífilsstaðavatn í kvöld

Vinir og vandamenn Johns Snorra Sigurjónssonar ætla að hittast við Vífilsstaðavatn í kvöld klukkan 19:30 í þeim tilgangi að biðja og eiga samverustund. Eftir bænastund sem leidd verður af Jónu Hrönn Bolladóttur presti stendur til að mynda hring um vatnið með höfuð og vasaljósum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með virkt smit á landamærum, og greindist hann í fyrri skimun.

Frið­rik og Maríanna vilja í for­manns­stól BHM

Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, hafa gefið kost á sér í embætti formanns Bandalags háskólamanna (BHM).

Guð­mundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Íslendingar þurfi að vera meira vakandi fyrir veikingu hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn

„Það hafa allar rannsóknir sýnt það hér á landi að meðalhitinn hér er nátengdur hitastiginu í sjónum. Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hitafar hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum af því að við erum eyja úti á miðju Atlantshafi. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast mjög vel með allri umræðu sem á sér stað um þetta og öllum rannsóknum og leggja okkar að mörkum til þess að auka hér vöktun og mælingar.“

Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa

Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu.

Erla Wigelund er látin

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, er látin 92 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.