Fleiri fréttir

Á­hyggju­fullur yfir smærri hópa­myndunum um jólin

Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur.

Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum

Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvissustig er enn á Austfjörðum og hættustig á Seyðisfirði þar sem aurskriður hafa fallið undanfarna daga. Ólíklegt er að íbúar á hættusvæði fái að snúa heim til sín í nótt Við verðum í beinni frá Seyðisfirði og ræðum við íbúa.

Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer

Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns.

Tilkomumikill strókur þegar tundurskeytið var sprengt

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt

Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir.

Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns

Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö.

Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi

Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun.

Svona verður fyrir­komu­lagið á hjúkrunar­heimilum yfir há­tíðarnar

Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin.

Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag.

Mun minna bólu­efni til Ís­lands á næstunni en búist var við

Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður.

Jónína Benediktsdóttir er látin

Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur og frumkvöðull er látin 63 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd að heimili sínu í Hveragerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Jónína fæddist á Akureyri þann 26. mars 1957 en ólst upp á Húsavík. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn.

Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna

Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur.

Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði

Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag.

Enn hættustig á Seyðisfirði

Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun.

Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir lífeyrissjóðina

Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðina enda hafi vaxtaumhverfið gjörbreyst frá því núverandi stefna var mótuð. Mikilvægt sé að sjóðirnir gangi í takt við stefnuna í efnahagsmálum hverju sinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og óvissustig á Austfjörðum öllum. Áfram er hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum en rýma þurfti fimmtíu hús á Seyðisfirði í gær vegna skriðu. Við verðum í beinni frá almannavörnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir stöðuna fyrir austan.

Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi

Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð.

Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn

Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu.

Sjúkra­bíllinn of hár fyrir bíla­kjallarann í Hörpu

Sjúkrabíll sem sendur var í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu nú síðdegis komst ekki leiðar sinnar vegna hæðar. Bíllinn var of hár fyrir bílakjallarann en minni bíll var sendur til að leysa hann af hólmi.

Rósa Björk til liðs við þing­flokk Sam­fylkingarinnar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna.

Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina.

Konur tíðari gestir í kjörklefanum

Rétt tæplega 67 prósent fólks á kjörskrá greiddi atkvæði í forsetakosningunum hér á landi í sumar. Rúmlega 252 þúsund manns voru á kjörskrá eða 69,2 prósent landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9 prósent að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Ellefu konur og tveir karlar leggja línurnar varðandi kynfræðslu barna

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. Ellefu konur og tveir karlar skipa hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Harður árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við púlsinn á ástandinu á Seyðisfirði þar sem hættuástand ríkir vegna aurskriða og um 120 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.