Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2020 13:42 Samfylkingin virðist ekki sjá neitt bogið við það að verja því fé sem það fær úr almannasjóðum til að auglýsa sig á Facebook Marks Zuckerberg. visir/egill Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00