Fleiri fréttir

Hátíðleg en lágstemmd athöfn við innsetningu forseta Íslands

Miklar breytingar hafa verið gerðar á hefðbundinni athöfn við innsetningu í embætti forseta Íslands sem fram fer í alþingishúsinu í dag. Gestum hefur verið fækkað úr tæplega þrjú hundruð í tuttugu og níu og ekki verður gengið til messu í Dómkirkjunni.

Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit

Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu.

Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum

Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur.

Ölvaður og virti ekki mörk einangrunar

Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar.

Búast við því að fleiri séu smitaðir

Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur í bænum greindist með kórónuveirusmit.

Var með Co­vid en fékk ekki að fara í sýna­töku

Alexandra Ýr Van Erven skrifar á Twitter að í ljós hafi komið eftir að hún fór í mótefnamælingu hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hún fór í vikunni að hún hafi smitast af kórónuveirunni í mars.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sem blossað hefur upp á ný í samfélaginu og hvernig tókst til á fyrsta degi nýrra takmarkana á daglegu lífi fólks í landinu.

Grímuskylda í Strætó dregin til baka

Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.