Fleiri fréttir

Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum

Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey.

Sund­laugarnar verða opnar

Starfsemi sundlauga í Reykjavík verður löguð að þeim fjöldatakmörkunum sem taka gildi á hádegi á morgun.

Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag

Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim.

Víðir og Þórólfur styttu sumarfríin

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu ákváðu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að stytta sumarfríin sín

Kviknaði í skipi í Njarðvíkurhöfn

Eldur kom upp í Langanesi GK525 í Njarðvíkurhöfn í dag. Að sögn Brunavarna Suðurnesja varð vegfarandi var við reyk og hringdi í Neyðarlínuna. Skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við vandlega yfir áhrif þeirra aðgerða sem ráðherrar og sóttvarnaryfirvöld kynntu í dag og hvernig þær munu snerta allt samfélagið.

Fermingar munu fara fram í haust

Með hertum fjöldatakmörkunum og endurkomu tveggja metra reglunnar er ljóst að athafnir innan Þjóðkirkjunnar verða með breyttum hætti.

Grímuskylda í Herjólfi

Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin.

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.

Neyðarstjórn borgarinnar kölluð til fundar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur kallað neyðarstjórn borgarinnar til fundar síðar í dag til að fara yfir „þær breytingar á þjónustu og útfærslu hennar“ sem hertar reglur vegna kórónuveirunnar hafa í för með sér.

Landspítali á hættustig

Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs.

Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta á­skorunin

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma.

Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja.

„Stöndum saman í þessu“

Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest.

Tíu ný innanlandssmit bætast við

Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit.

Tillögur komnar á borð ráðherra

Tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar eru komnar á borð heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestif Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill Sóttvarnalæknis.

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

„Þetta er íþyngjandi fyrir alla“

Stjórnendur, íbúar og aðstandendur hjúkrunarheimila hafa áhyggjur þeirri þróun sem orðið hefur í kórónuveirufaraldrinum og þá sérstaklega eftir að takmarkanir hafa verið settar á sumum heimilanna eftir fjölgun nýrra smita hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir