Dyravörður á b5 dæmdur fyrir að fleygja léttadreng á þjóðhátíðardaginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 08:25 B5 dregur nafn sitt af staðsetningu staðarins, Bankastræti 5. Staðnum var gert að loka í kórónuveirufaraldrinum eins og þessi mynd ber með sér. Vísir/Vilhelm Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent