Dyravörður á b5 dæmdur fyrir að fleygja léttadreng á þjóðhátíðardaginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 08:25 B5 dregur nafn sitt af staðsetningu staðarins, Bankastræti 5. Staðnum var gert að loka í kórónuveirufaraldrinum eins og þessi mynd ber með sér. Vísir/Vilhelm Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira