Fleiri fréttir

Gæti þurft að takmarka fjölda farþega

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum.

Of­beldi ung­menna birt á sam­fé­lags­miðlum í auknum mæli

Formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar segir ofbeldi ungmenna sem gjarnan er deilt á samfélagsmiðlum sé mikið áhyggjuefni. Erfitt geti verið að bregðast við slíku ofbeldi en það sé alveg nýtt á nálinni að ofbeldinu sé dreift á samfélagsmiðlum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnaryfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar getur orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Þá ráðleggur stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis fólki að fara ekki erlendis í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Um þessi og fleiri mál verður fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést

Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku.

Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag

Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða.

Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum

Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri.

Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu

Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref.

Eldur á Akranesi í gærkvöldi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna elds í ruslageymslu við Skólabraut á Akranesi.

Skjálftar fundust í Eyja­firði í gær

Þrír stærri skjálftar urðu við mynni Eyjafjarðar í gær og varð sá stærsti klukkan 18:34 um 15 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá. Sá mældist 3,5 að stærð.

Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu

Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn.

„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans.

Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri

Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan.

Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt

Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands.

Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslensk erfðagreining ætlar að hætta að skima fyrir kórónuveirunni eftir eina viku. Fyrirtækið hefur umsjón með skimuninni sem fer fram á landamærum Íslands.Rætt verður við Kára Stefánsson og forsætisráðherra um ákvörðunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Stálu bíl og þóttust vera í fjöru­ferð

Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en meðal þeirra mála sem komu á borð hennar voru nokkur sem vörðuðu göngufólk sem var komið í ógöngur, umferðarslys og utanvegaakstur.

Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu

Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins.

„Samningurinn ekki pappírsins virði“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði.

Sjá næstu 50 fréttir