Fleiri fréttir

Leit að skipverjanum hætt í dag

Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi.

Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni

Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga.

Ganga fjörur í leit að sjómanninum

Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af netabát við Vopnafjarðarhöfn hófst aftur klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir munu ganga fjörur á svæðinu í dag.

Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri

Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn.

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár

Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina.

Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust

Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir mikil vonbrigði að lokatilboði félagsins hafi ekki verið tekið og nú þurfi að kanna aðra möguleika.

„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér

Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi.

Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Fyrsta nýja smitið í viku

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, það fyrsta í viku, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því 1.803 talsins frá upphafi faraldursins. Þá eru virk smit á landinu fjögur.

Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn

Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis.

Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins

Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí.

Féll við eggjatínslu í Úlfarsfelli

Björgunarsveitir Landsbjargar og sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir til í kvöld eftir að maður féll í Úlfarsfelli.

Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi

Alþingi greiddi atkvæði um fjölmörg mál í dag. Þeirra á meðal frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými að lokinni annarri umræðu.

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert.

Sjá næstu 50 fréttir