Fleiri fréttir

Segir Landsbjörg nýta sér neyð og veikindi einstaklinga

Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða.

Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns

Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær.

Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér

Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni.

Aðskilja á Reykjalund og SIBS

Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.

Bein útsending: Kynjaþing

Kynjaþing fer nú fram í Norræna húsinu. Fylgjast má með þinginu í beinni útsendingu á Vísi.

Spáir hóflegri hagvexti

Fjármál Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir 1,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Við gerð fjárlagafrumvarps, sem nú er til meðferðar í fjárlaganefnd, var mið tekið af vorspá Hagstofunnar þar sem gert var ráð fyrir að hagvöxtur næsta árs yrði 2,6 prósent. Búast má því við að laga þurfi frumvarpið að lægri hagvaxtarspá.

Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín

Íslendingar þurfa að hugsa til langs tíma þegar kemur að erlendu vinnuafli, segir sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Aðlögun sé lykilatriði. Staðan á Íslandi sé hins vegar að mörgu leyti góð hvað snertir alþjóðlegan samanburð.

Ekki hægt að setja þetta á herðar barns

Foreldrar þolanda brota Þorsteins Halldórssonar lýsa nokkurra ára baráttu fyrir velferð sonar síns og aðgerðaleysi lögreglu og barnaverndar um langt skeið. Þau gagnrýna að nú sé hann í opnu úrræði á Sogni.

Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós

Íslenska óperan og söngvarar í Brúðkaupi Fígarós deila um kaup og kjör þótt sýningum á verkinu sé lokið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segist vongóð um lausn á deilunni. Hún sé að einhverju leyti byggð á misskilningi.

Matur getur borið nórósmit

Heilsa Mikilvægt er að þeir sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum forðist að meðhöndla matvæli í tvo sólarhringa eftir að einkenni niðurgangspestar hverfa.

Biskup endursendir dularfullt bréf séra Þóris

Ekkert verður af því að kirkjuráð opni bréf frá séra Þóri Stephensen ári eftir andlát hans. Kirkjuráð kom saman á fundi í dag og komst að þeirri niðurstöðu að hið rétta í stöðunni væri að endursenda bréfið.

Breytingar í löggæslu kynntar í þessum mánuði

Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar snúa að yfirmönnum og fela óhjákvæmilega í sér einhverjar hagræðingar. Þetta segir dómsmálaráðherra. Þess fyrir utan ættu almenn störf ekki að ekki að tapast.

Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi

Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út.

Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt

Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segist vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt.

Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa

Maður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu en upphaflegu dómur yfir honum var mildaður vegna tafa sem urðu hjá héraðssaksóknara eftir að rannsókn lögreglu var lokið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sprengjueyðing í Njarðvík, alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut og tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir