Fleiri fréttir

Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni

Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum er geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð.

Flug­vallar­starfs­maður á­fram í ein­angrun

Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.

Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast

Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu.

Tónlistarmenn frekar en kynning á landinu

Þjóðarspegill Félagsvísindasviðs Háskólans fer fram í dag. Þar ræðir Þorbjörg Daphne Hall doktorsritgerð sína um íslenska dægurtónlist. Þorbjörg greindi umfjöllun um íslenska tónlist og bar saman við upplifun tónlistarmannanna.

Hæg austlæg átt og þurrt

Veðurstofan spáir hægri, austlægri átt í dag, en gengur í austan átta til þrettán metrum á sekúndu syðst á landinu.

Bjóða óleyfilega flugþjónustu

Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi.

Hafa lokað tímabundið fyrir innskráningar með Íslykli

Greiðslumiðlun hf. hefur brugðist við fjársvikamáli í gegnum greiðslulausnina Pei með því að loka tímabundið fyrir innskráningar með Íslykli inn í smáforritið. Gott að fyrirtækið sýni ábyrgð, segir fórnarlambið.

Mannréttindaskrifstofan rær lífróður

Dómsmálaráðherra er bjartsýn á að unnt verði að útvega fé til reksturs Mannréttindaskrifstofu Íslands á næsta ári. Allt stefndi í að starfsfólki og húsnæði yrði sagt upp í gær og skrifstofunni lokað vegna fjárskorts. Framtíð skrifstofunnar hefur verið í óvissu.

Pálmi fékk aðvörun á stæði Þjóðleikhússins

Leikarinn Pálmi Gestsson fékk aðvörun fyrir að leggja á gangstétt á lokuðu bílastæði á lóð Þjóðleikhússins. Þjóðleikhússtjóri vill fá skilning á aðstæðum. Bílastæðasjóður segir reglur skýrar. Bætist við ónægju vegna framkvæmda.

Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp komin til þingsins

Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.

Sjúklingar borga meira úr eigin vasa

Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera.

Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar

Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra.

Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn

Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu.

Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag.

Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs

Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum.

Sjá næstu 50 fréttir