Fleiri fréttir

BHM-félög vilja launaviðræður

Þess er krafist í yfirlýsingu 21 aðildarfélags innan BHM að ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hefji tafarlaust raunverulegt samtal um launalið kjarasamninga.

Netverslun með áfengi lýðheilsumál

Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað.

Shooters burt úr Austurstræti

Um er að ræða einn alræmdasta skemmtistað landsins en lögregluyfirvöld hafa ítrekað haft afskipti af rekstrinum síðan staðurinn var opnaður fyrir rúmum fimm árum.

Kirkja og ríki hafi hag af aðskilnaði

Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.

Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik

Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu.

Bensínþjófur slapp með sekt

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni ungan mann til að greiða Olíuverzlun Íslands 67 þúsund króna skaðabætur auk dráttarvaxta fyrir að hafa ítrekað stolið bensíni frá fyrirtækinu.

Æfa endur­lífgun á sýndar­sjúk­lingum

Hermisetrið Örk hefur verið starfrækt á Landspítalanum nú í um fjögur ár. Þar inni má finna fjölda svokallaðra sýndarsjúklinga sem fagfólk notar til að æfa sig á.

Hefja aðgerðir gegn matarsóun

Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar.

Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul

Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941 og því 78 ára gömul.

Stefna Land­spítalanum vegna and­láts barns

Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015.

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf

Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Skaftárhlaup sem hófst fyrir þremur dögum er enn í gangi þó lítið sé

Náttúruvársérfræðingur sagði að í samtölum sínum við landverði í Hólaskjóli hafi komið fram að Skaftá sé óvenjulega gruggug en hvort mikill aur hafi borist niður liggur ekki fyrir. Skaftárhlaup sem hóst fyrir þremur dögum er enn í gangi. Ekki er hægt að segja til um hvort hlaupið hafi náð hámarki sínu, en það sé mjög lítið.

Flugbíllinn sem aldrei kom

Fjórar til fimm ferðir eru farnar á dag á íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er að þyngjast verulega og nauðsynlegt er að draga úr umferð. Rafhjól og önnur tæki knúin litlum mótor eru næsta byltingin í samgöngum. Sala hefur aukist mjög og er aukningin miklu meiri en í sölu á hefðbundnum reiðhjólum.

Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst

Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina.

Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu

Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor.

Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar

Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil.

Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf

Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn.

Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir

Eiríkur Jónsson baðst einn afsökunar vegna ummæla eða fréttar í tengslum við starfsmannaleigu sem var sökuð um misnotkun á starfsmönnum. Hópur verkalýðsforingja fékk kröfubréf. Tvö meiðyrðamál tekin fyrir á morgun.

Rigning um allt land næstu daga

Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði.

Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma

Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá.

„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“

Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega.

Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kaup Michele Ballarin á WOW Air, ólga meðal lögreglumanna, mótmæli við húsakynni héraðssaksóknara og margt fleira verður til umfjöllunar í kvöldfréttum kvöldsins. Einnig verður rætt við Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, um klaustursmálið og sagt frá nýjum herflugvelli á Grænlandi.

Sjá næstu 50 fréttir