Fleiri fréttir

Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi

Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn.

Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar

Ríkislögreglustjóri segir að ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar.

700 milljóna króna þjófnaður ekki upplýstur

Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða "business e-mail compromise“.

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks.

Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.

HR talinn betri en HÍ

Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE),

Kristján Markús mætti ekki en neitar sök

Kristján Markús Sívarsson, sem ákærður er fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar, mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar málið var þingfest.

Það virkar að vera al­menni­leg manneskja

Það er mikilvægt að þróa með sér tilfinningagreind, hæfni í samskiptum og þrautseigju til að verða betri einstaklingur og færari borgari í samfélagi framtíðarinnar.

Strandhreinsun í Dyrhólaey

Umhverfisstofnun býður almenningi að taka þátt í strandhreinsun í Dyrhólaey næstkomandi sunnudag í tilefni dags íslenskrar náttúru sem er daginn eftir. Mun landvörður bjóða gestum í létta fræðslugöngu áður en haldið verður niður á strönd.

Slag­veðurs­rigning í kortunum

Veðurstofan spáir hægri breytileg átt á landinu framan af degi með dálítilli vætu norðanlands en annars úrkomulítið.

Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um

Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland.

Misræmi í málflutningi Ríkislögreglustjóra um bílamiðstöð

Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka.

Vill skýrar reglur um kaup og sölu jarða

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að jarðamálin yrðu í brennidepli á næstu mánuðum.

Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur.

Vilja fjölga dómurum við Landsrétt

Eftir að dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa fjórir dómarar ekki gegnt dómstörfum við réttinn og óafgreiddum málum hefur fjölgað og málsmeðferðartími lengst vegna þess.

Fátæktin skattlögð

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.

Ætlar að láta drauminn um Disneyland rætast á þrítugsafmælinu

Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli. Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald's.

„Við berum sjálf mesta ábyrgð“

Þórdís Kolbrún vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður.

Sjá næstu 50 fréttir