Fleiri fréttir

Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.

Vatnsrennsli og rafleiðni aukist lítillega

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ástæðan fyrir því að hlaupið sé jafn lítið og raun ber vitni í ár sé sú að mikið hlaup kom úr báðum Skaftárkötlum í ágúst í fyrra.

Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður

Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.

Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar

Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara.

Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn

Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið.

Segja ærandi þögn frá menntamálaráðuneyti

Menningarmálaráðuneytið hefur enn ekki svarað erindi Samtaka iðnaðarins frá því í ágúst í fyrra um kaup Ríkisútvarpsins á efni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum.

Fagna af­dráttar­lausri yfir­lýsingu um að frá­sögnum þeirra allra sé trúað

„Það er okkur öllum afskaplega mikilvægt að fá þessa afdráttarlausu niðurstöðu kirkjunnar að sögu okkar sé trúað. Það finnst mér vera það allra mikilvægasta í þessari yfirlýsingu,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, ein kvennanna fimm sem kærðu áreitni séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.

Halli Reynis látinn

Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, er fallinn frá.

„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra

Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu.

Ríkið fær Dynjanda að gjöf

RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands.

Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum.

Sjá næstu 50 fréttir