Fleiri fréttir

Síðasta vaxtaákvörðun Más

Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst.

Ekki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi segir vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu, en að það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna.

Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað

Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina.

Þrír áfram í gæsluvarðhaldi en einum sleppt

Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi.

Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina 

Á ný­af­stöðnu af­mælis­þingi ILO, eða Al­þjóða­vinnu­mála­stofnunarinnar, var samþykkt tíma­mótasam­þykkt gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað. Sam­þykktin er fyrsti al­þjóða­samningur sinnar tegundar og markar mikil tíma­mót í bar­áttu gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað.

Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans

Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær.

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm

Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.

Loftræstikerfið líkleg skýring

Skólastjórnendur Hagaskóla funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna ástands átta kennslustofa. Kvartanir hafa borist frá nemendum og starfsfólki um slappleika, ógleði og höfuðverk. Má það rekja til óæskilegs koltvísýringsmagns í andrúmsloftinu.

Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest

Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.

Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum

Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið.

Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg.

Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt

Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært.

Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá

Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins.

Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu

Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær.

Sjá næstu 50 fréttir