Fleiri fréttir

Segir reynt að torvelda aðgang að upplýsingum

Björn Leví Gunnarsson segir að svör stjórnvalda um ríkisábyrgð fyrir Vaðlaheiðargöng hafi alltaf verið misvísandi og hefur því óskað eftir öllum frumgögnum úr ráðuneytinu. Hann telur ríkisábyrgðina fara í bága við EES-samninginn.

Segir Miklubraut í stokk geta beðið

Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur.

Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs

Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á yfirlýsingum formanns VR um skæruverkföll og segir hótanir af þessu tagi ekki líklegar til árangurs. Rætt verður við forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2.

Nauðgaði eiginkonu sinni og kom fyrir GPS-tæki í bíl hennar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar.

„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“

Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi.

Landsmenn orðnir 350 þúsund

Alls bjuggu 350.710 manns á Íslandi í lok fyrsta ársfjórðungs 2018 og fór fjöldi landsmanna því í fyrsta skipti yfir 350 þúsund.

Lögreglan frestar nagladekkjasektum vegna veðurs

Eðlilega eru aðstæður fólks misjafnar, sumir hyggja ekki á ferðalög og geta því skipt fyrr, en aðrir eru mikið á leið yfir heiðar og þurfa því að vera lengur á negldum börðum, segir í Facebook-færslu lögreglunnar um málið.

Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu

Formaður Framsýnar á Húsavík segist sjá alvarleg brot í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsmenn hér á landi fái laun sín greidd á erlenda reikninga fram hjá kjarasamningum og skattskilum hér á landi. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur.“ Upplýsingafulltrúi SAF segir undirboð á vinnumarkaði ólíðandi.

Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast

Verkalýðsforingjar um land allt vígreifir í ræðum sínum á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Formaður VR boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi og verkföll minni hópa í stað allsherjarverkfalla.

Ljósmæður gapandi og orðlausar yfir bréfi ráðuneytisins

Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins.

Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum

Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka.

Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði

Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann.

Airbnb hvetur til ábyrgrar ferðamennsku á Íslandi

Airbnb hefur lýst yfir stuðningi við verkefni Íslandsstofu, The Icelandic Plegde, eða Íslandseiðinn. Eiðurinn felur í sér skuldbindingu í átta liðum um ábyrga hegðun á ferðalagi um Ísland.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að félagið muni beita skæruverkföllum og lama bæði stofnanir og samgöngur til að knýja fram breytingar á kjörum almennings.

Skúrir og slydduél í kortunum

Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir