Fleiri fréttir

Fjórmenningarnir í Norrænusmyglinu neita allir sök

Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands með Norrænu á síðasta ári neituðu allir sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega.

Hafa lagt fram nýja tillögu

Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að lögð hafi verið fram ný tillaga í kjaradeilu félagsins.

Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns

Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum.

Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð

Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins.

14 tonna ofurtölva hjá Veðurstofu Íslands

Stærsta tölva sem sett hefur verið upp á Íslandi er komin í fullan rekstur í húsnæði Veðurstofunnar. Tölvan er í eigu dönsku veðurstofunnar en stórbætir möguleika íslenskra vísindamanna í sínum störfum.

Kynslóðaskipti í Vínberinu

Tímamót urðu í versluninni Vínberinu við Laugaveg í dag þegar fjörtíu ára rekstarafmæli var fagnað. Dagurinn var einnig síðasti starfsdagur stofnanda og eiganda sælkerabúðarinnar, en næsta kynslóð fjölskyldunnar tekur við rekstrinum.

Engar teikningar til af Exeter-húsinu

Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því.

Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum

Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna.

Áfram sofandi í öndunarvél

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var annar tveggja í bíl sem valt á vegakaflanum milli Landvegamóta og Hellu um tvöleytið.

Sjá næstu 50 fréttir