Skiptar skoðanir á banni við stofnun félaga í skattaskjólum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri mættu á nefndarfund hjá efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Fréttablaðið/Ernir „Við erum jákvæð á að slíkt sé skoðað. Þetta hefur verið nauðsynleg og góð umræða síðustu daga um þessi mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, spurður út í þá hugmynd þingmannsins Frosta Sigurjónssonar að banna Íslendingum að eiga fyrirtæki í svokölluðum skattaskjólum.Guðjón Rúnarsson, formann samtaka fjármálafyrirtækja.. Official mynd má notaGuðjón segir að margt hafi áunnist undanfarin ár. Til dæmis hafi verið unninn samræmdur upplýsingaskiptastaðall um skattaskil. Samtök fjármálafyrirtækja hafi komið að þeirri vinnu með stjórnvöldum. „Það er kannski bara eðlilegt framhald að skoða hvort ástæða sé til að stíga skrefinu lengra.“ Hann segir að hið sama eigi við um hugmyndir um að banna ráðgjöf við þá sem vilja stofna félög eða reikninga í lágskattaríkjum. Bendir hann á að í dag veiti bankarnir ekki slíka ráðgjöf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði með embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra í gær vegna aflandsfélaga. Eftir fundinn sagði Frosti, sem er formaður nefndarinnar, að hann væri hlynntur því að skattaskjól, sem hann kallar líka upplýsingasvarthol, verði bönnuð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að fara þyrfti vel yfir þessa hugmynd. „Þetta er róttæk hugmynd en ég held að afstaða skattayfirvalda sé sú að ef þessi lágskattaríki væru ekki til, þá væri lífið nú miklu auðveldara,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir algjöra samstöðu ríkja um andstöðu gegn því að menn setji upp skattastrúktúr í fyrirtækjum sem ætlað sé að koma í veg fyrir skattagreiðslur í heimalandi. „Við viljum því fyrir alla muni tryggja það að þessi mál séu í góðu horfi en hins vegar vilja menn gæta þess að þau „meðöl“ sem notuð eru séu framkvæmanleg. Ég óttast að þetta geti orðið talsvert snúið.“ Þorsteinn segir að skattakerfi landa séu ólík og mikilvægt sé að fyrirtækjum og einstaklingum sé frjálst að fjárfesta erlendis. Því megi ekki setja upp regluverk sem á endanum gæti girt fyrir eðlilega fjárfestingu. „Ég held að það gæti verið á endanum erfitt að skilgreina hvað eru skattaskjól og hvað eru ekki skattaskjól. Þó við getum öll verið sammála um að aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjunum teljist þar klárlega undir.“Skattrannsóknarstjóri með 30 mál í rannsóknÁ fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að embættið hafi stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra á 37 milljónir króna. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að embætti hennar hefði til rannsóknar 30 tilvik þar sem grunsemdir væru um skattaundanskot. Af þeim málum sem væru til meðferðar hjá ríkisskattstjóra vegna vanframtalinna tekna væru einhver mál sem myndu líklega upplýsast með þeim hætti að ástæða væri til að vísa þeim til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattaundanskot. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Við erum jákvæð á að slíkt sé skoðað. Þetta hefur verið nauðsynleg og góð umræða síðustu daga um þessi mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, spurður út í þá hugmynd þingmannsins Frosta Sigurjónssonar að banna Íslendingum að eiga fyrirtæki í svokölluðum skattaskjólum.Guðjón Rúnarsson, formann samtaka fjármálafyrirtækja.. Official mynd má notaGuðjón segir að margt hafi áunnist undanfarin ár. Til dæmis hafi verið unninn samræmdur upplýsingaskiptastaðall um skattaskil. Samtök fjármálafyrirtækja hafi komið að þeirri vinnu með stjórnvöldum. „Það er kannski bara eðlilegt framhald að skoða hvort ástæða sé til að stíga skrefinu lengra.“ Hann segir að hið sama eigi við um hugmyndir um að banna ráðgjöf við þá sem vilja stofna félög eða reikninga í lágskattaríkjum. Bendir hann á að í dag veiti bankarnir ekki slíka ráðgjöf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði með embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra í gær vegna aflandsfélaga. Eftir fundinn sagði Frosti, sem er formaður nefndarinnar, að hann væri hlynntur því að skattaskjól, sem hann kallar líka upplýsingasvarthol, verði bönnuð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að fara þyrfti vel yfir þessa hugmynd. „Þetta er róttæk hugmynd en ég held að afstaða skattayfirvalda sé sú að ef þessi lágskattaríki væru ekki til, þá væri lífið nú miklu auðveldara,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir algjöra samstöðu ríkja um andstöðu gegn því að menn setji upp skattastrúktúr í fyrirtækjum sem ætlað sé að koma í veg fyrir skattagreiðslur í heimalandi. „Við viljum því fyrir alla muni tryggja það að þessi mál séu í góðu horfi en hins vegar vilja menn gæta þess að þau „meðöl“ sem notuð eru séu framkvæmanleg. Ég óttast að þetta geti orðið talsvert snúið.“ Þorsteinn segir að skattakerfi landa séu ólík og mikilvægt sé að fyrirtækjum og einstaklingum sé frjálst að fjárfesta erlendis. Því megi ekki setja upp regluverk sem á endanum gæti girt fyrir eðlilega fjárfestingu. „Ég held að það gæti verið á endanum erfitt að skilgreina hvað eru skattaskjól og hvað eru ekki skattaskjól. Þó við getum öll verið sammála um að aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjunum teljist þar klárlega undir.“Skattrannsóknarstjóri með 30 mál í rannsóknÁ fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að embættið hafi stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra á 37 milljónir króna. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að embætti hennar hefði til rannsóknar 30 tilvik þar sem grunsemdir væru um skattaundanskot. Af þeim málum sem væru til meðferðar hjá ríkisskattstjóra vegna vanframtalinna tekna væru einhver mál sem myndu líklega upplýsast með þeim hætti að ástæða væri til að vísa þeim til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattaundanskot.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira