48 Íslendingar sameinast í kröfu um umbætur í fíkniefnavörnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 12:00 Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Vísir Fjörutíu og átta íslenskir áhrifamenn skrifa undir alþjóðlegt ákall til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að hann beiti áhrifum sínum á Auka-allsherjarþingi SÞ um vímuefnamál (UNGASS2016) í þágu lýðheilsu og mannréttinda í stað útskúfunar- og refsihyggju. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Pétur segir í samtali við Vísi að þetta sýni að krafan um breytingar sé orðin gríðarlega úrbreidd. Sú krafa sé hávær meðal ungs fólks en eins og listinn sýni þá sé stuðningurinn líka mikill meðal fólks á miðjum aldri og eldra. Þessi hópur leggi málstað umbóta í fíknivörnum í heiminum lið og skrifi undir ákall ríflega eitt þúsund heimsþekktra stjórmálaleiðtoga og áhrifamanna er hafni refsihyggjunni sem tröllriðið hefur veröldinni áratugum saman og bundin er í alþjóðlegum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forsetar Mexíkó, Columbíu, Brasilíu, Síle, Nígeríu, Grænhöfðaeyja, Sviss og Póllands; fyrrverandi forsætisráðherrar Grikklands, Ungverjalands og Hollands; heimskunnir fræðimenn, lögfræðingar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn og stórstjörnur sameinast um ákall um fráhvarf frá bann- og refsihyggju og nýja valkosti og leiðir í fíknivörnum. Pétur áréttar að undirskriftirnar lýsi stuðningi við þá meginhugsun um umbætur í fíknivörnum í heiminum sem fram koma í ákallinu til aðalritarans, en þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir viðkomandi varðandi markmið og leiðir dagsins í dag varðandi fíknivarnir á Íslandi. Þá segi undirskriftirnar ekkert um afstöðu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem viðkomandi starfi hjá og endurspegli ekki endilega yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnmálaflokka sem viðkomandi tengjast.Þeir 48 sem skrifuðu undir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari Árni Páll Árnason þingmaður Vilhjálmur Árnason þingmaður Halldór Árnason hagfræðingur Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Ísabella Björnsdóttir skaðaminnkunarsinni Þorsteinn Úlfar Björnsson listamaður Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Thor Gislason verkefnastjóri Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forseti Rafiðnaðarsambandsins Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Steinn Thoroddsen Halldórsson skaðaminnkunarsinni Atli Harðarson heimspekingur Helga Vala Helgadóttir lögmaður Kristinn Hrafnsson fréttamaður Eva Indriðadóttir formaður ungra jafnaðarmanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Katrín Jakobsdóttir þingmaður Svala Jóhannesdóttir skaðaminnkunasinni Birgitta Jónsdóttir þingmaður Arnar Jónsson leikari Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Bjarki Karlsson skáld Smári McCarthy sérfræðingur í netöryggi Þorlákur Morthens listamaður Bubbi Morthens tónlistarmaður Brynjar Níelsson þingmaður Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður Rúnar Örn Olsen lögmaður Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar Óttarr Proppé þingmaður Sveinn Rúnar Hauksson læknir Stefán Karl Stefánsson leikari Guðmundur Steingrímsson þingmaður Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Hafþór Sævarsson formaður ungra Pírata Margrét Tryggvadóttir rithöfundur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rithöfundur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Willum Þór Þórsson þingmaður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar Þorsteinn Þorsteinsson bókmenntagagnrýnandi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fjörutíu og átta íslenskir áhrifamenn skrifa undir alþjóðlegt ákall til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að hann beiti áhrifum sínum á Auka-allsherjarþingi SÞ um vímuefnamál (UNGASS2016) í þágu lýðheilsu og mannréttinda í stað útskúfunar- og refsihyggju. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Pétur segir í samtali við Vísi að þetta sýni að krafan um breytingar sé orðin gríðarlega úrbreidd. Sú krafa sé hávær meðal ungs fólks en eins og listinn sýni þá sé stuðningurinn líka mikill meðal fólks á miðjum aldri og eldra. Þessi hópur leggi málstað umbóta í fíknivörnum í heiminum lið og skrifi undir ákall ríflega eitt þúsund heimsþekktra stjórmálaleiðtoga og áhrifamanna er hafni refsihyggjunni sem tröllriðið hefur veröldinni áratugum saman og bundin er í alþjóðlegum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forsetar Mexíkó, Columbíu, Brasilíu, Síle, Nígeríu, Grænhöfðaeyja, Sviss og Póllands; fyrrverandi forsætisráðherrar Grikklands, Ungverjalands og Hollands; heimskunnir fræðimenn, lögfræðingar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn og stórstjörnur sameinast um ákall um fráhvarf frá bann- og refsihyggju og nýja valkosti og leiðir í fíknivörnum. Pétur áréttar að undirskriftirnar lýsi stuðningi við þá meginhugsun um umbætur í fíknivörnum í heiminum sem fram koma í ákallinu til aðalritarans, en þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir viðkomandi varðandi markmið og leiðir dagsins í dag varðandi fíknivarnir á Íslandi. Þá segi undirskriftirnar ekkert um afstöðu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem viðkomandi starfi hjá og endurspegli ekki endilega yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnmálaflokka sem viðkomandi tengjast.Þeir 48 sem skrifuðu undir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari Árni Páll Árnason þingmaður Vilhjálmur Árnason þingmaður Halldór Árnason hagfræðingur Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Ísabella Björnsdóttir skaðaminnkunarsinni Þorsteinn Úlfar Björnsson listamaður Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Thor Gislason verkefnastjóri Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forseti Rafiðnaðarsambandsins Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Steinn Thoroddsen Halldórsson skaðaminnkunarsinni Atli Harðarson heimspekingur Helga Vala Helgadóttir lögmaður Kristinn Hrafnsson fréttamaður Eva Indriðadóttir formaður ungra jafnaðarmanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Katrín Jakobsdóttir þingmaður Svala Jóhannesdóttir skaðaminnkunasinni Birgitta Jónsdóttir þingmaður Arnar Jónsson leikari Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Bjarki Karlsson skáld Smári McCarthy sérfræðingur í netöryggi Þorlákur Morthens listamaður Bubbi Morthens tónlistarmaður Brynjar Níelsson þingmaður Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður Rúnar Örn Olsen lögmaður Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar Óttarr Proppé þingmaður Sveinn Rúnar Hauksson læknir Stefán Karl Stefánsson leikari Guðmundur Steingrímsson þingmaður Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Hafþór Sævarsson formaður ungra Pírata Margrét Tryggvadóttir rithöfundur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rithöfundur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Willum Þór Þórsson þingmaður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar Þorsteinn Þorsteinsson bókmenntagagnrýnandi
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira