Fleiri fréttir

94 reiðhjólaslys í fyrra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur alla vegfarendur til að fara varlega í umferðinni.

Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar

Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt.

Lækka þarf VSK á fatnað auk afnáms tolla

Framkvæmdastjóri SVÞ segir að það yrði stórt skref til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar fataverslunar að afnema tolla en einnig þurfi að setja fatnað í lægra þrep VSK.

Vilborg aftur á Everest: Þurfti áfallahjálp eftir slysið

"Já, það er framundan stórt og mikið ferðalag,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Vilborg ætlar að gera aðra tilraun til að klífa Everest en hún varð að snúa við á síðasta ári þegar snjóflóð féll í fjallinu með þeim afleiðingum að fjöldi manns lét lífið.

Telja OR hafa sagt ósatt um forstjórabíl

Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar segja upplýsingafulltrúa fyrirtækisins hafa sagt Fréttablaðinu ranglega frá því að í samningi frá 2011 væri ákvæði um afnot forstjóra af bíl frá OR. Upplýsingafulltrúinn segir slíkt ákvæði vera í úrskurði frá kjararáði.

Gæslan flutti veikan sjómann

Sjómaður veiktist hastarlega um borð í fiskiskipi, sem var statt úti af Breiðafirði í nótt. Læknir mat ástand sjómannsins svo að hann þyrfti að komast undir læknishendur sem allra fyrst þannig að þyrla Landhelgisgæslunnar var mönnuð og send eftir honum.

Réðst á húsráðanda í Breiðholti

Karlmaður í annarlegu ástandi réðst á húsráðanda íbúðar í fjölbýlishúsi í Breiðholti um miðnætti og veitti honum áverka með barefli. Síðan lét hann greipar sópa og hafði meðal annars tekið tölvu til handargagns en húsráðandi náði mununum af honum áður en hann hljóp út og braut rúðu í leiðinni.

Fiskflutningabíll valt í Skötufirði

Ökumaður slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar stór dráttarbíll með tengivagni valt út af þjóðveginum um Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og hafnaði á hvolfi ofan í fjörunni.

Mengun yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkutíma

Íbúar á Höfn í Hornafirði þurftu að búa við mengun frá Holuhrauni lengst allra. Í Reykjavík var mengun fleiri klukkutíma yfir þeim mörkum en á Reyðarfirði. Mengunin frá hrauninu er enn hættuleg ferðamönnum.

Leita skýringa á því af hverju refastofn hrundi

Hungur, mengun, sjúkdómar og truflun af ferðamönnum eru nefndar sem hugsanlegar ástæður þess að refastofninn á Hornströndum hrundi. Kenningin um að stofninn sé stöðugur virðast ekki standast í ljósi nýjustu upplýsinga.

Hundruðir virkjana en áhrifin ókönnuð

Vatnsaflsvirkjanir í rekstri sem ná ekki 10MW framleiðslu eru um 250 á Íslandi. Litlar rannsóknir á umhverfisáhrifum þeirra liggja fyrir, og framkvæmdir oft ekki tilkynningarskyldar. Nauðsynlegt er að bæta alla umgjörð og eftirlit.

Lækkar tolla til að ná fataverslun heim

Fjármálaráðherra hyggst taka tollakerfið til heildarendurskoðunar. Hann horfir sérstaklega til tolla á fatnað sem standi innlendri verslun fyrir þrifum. Hann vill fella valda tolla niður. Þeir skili ekki miklum tekjum og valdi bjögun í verðlagi.

Sátt náðist í deilu vegna sprenginga

Mat á meintu tjóni á húsum vegna sprenginga á Lýsisreit framundan. Verktakar hafa fallist á að þeir beri ábyrgð. Íbúi í nágrenninu fagnar niðurstöðunni. Ný regla í Reykjavík um lægri sprengjutíðni og sprengiafl samþykkt síðastliðið vor.

Sett nauðug á vasapeninga

Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum.

Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá.

Sjá næstu 50 fréttir