Endurlífgun tókst eftir tæpa tvo tíma: Íslenskur læknir segir kuldann hafa mikið að segja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2015 13:33 Litli drengurinn sem datt niður um vökina heitir Gardell Martin. 22 mánaða gamall drengur, Gardell Martin, sem féll niður um vök í Pennsylvaníu og fór í hjartastopp var lífgaður við af læknum en hjartað komst aftur í gang eftir 101 mínútu. Það þykir ganga kraftaverki næst að drengurinn hafi lifað af og var rætt við Felix Valsson, formann Endurlífgunarráðs og lækni, í Reykjavík síðdegis í gær um málið. „Þetta er mjög langur tími sem drengurinn er í hjartastoppi en það gleðilega í þessu er að hann virðist koma alveg heill út úr þessu. Maður er auðvitað alltaf mest hræddur um að það verði mikill heilaskaði þegar fólk fer lengi í hjartastopp en hann kemur alveg heill út úr þessu sem er bara alveg stórkostlegt,“ segir Felix. Hann segir að kuldinn hafi mikil áhrif á það og segir fjölmörg dæmi um það að hægt sé að halda endurlífgun áfram ansi lengi hjá sjúklingum sem kólna hratt niður. Felix nefnir dæmi um sænskan lækni sem féll niður undir ísbreiðu yfir á en líkamshiti hans mældist 13,9 gráður. Endurlífgun tók þá klukkutíma en læknirinn hafði verið undir ísbreiðunni í klukkutíma þegar endurlífgun hófst. „Þegar mikil ofkæling eru öll ytri merki þess að manneskjan sé látin, eins og var tilfellið með lækninn í Svíþjóð. Hún var bara með beina línu á hjartalínuriti og ljósopin stíf. Allt benti því til þess að það væri ekkert lífsmark hjá henni. En þá hefur kuldinn þau áhrif að hann hægir á öllum efnaskiptum í líkamanum svo ef maður nær að hita sjúklinginn upp hægt og rólega og koma blóðrásinni af stað að þá nær maður að bjarga heilanum.“ Felix segir mikilvægt að fólk kunni að beita góðu hjartahnoði alveg frá byrjun og það hafi skipt miklu máli í tilfelli litla drengsins í Pennsylvaníu að hjartahnoð hófst um leið og honum var bjargað upp úr vökinni.Hlusta má á viðtalið við Felix í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
22 mánaða gamall drengur, Gardell Martin, sem féll niður um vök í Pennsylvaníu og fór í hjartastopp var lífgaður við af læknum en hjartað komst aftur í gang eftir 101 mínútu. Það þykir ganga kraftaverki næst að drengurinn hafi lifað af og var rætt við Felix Valsson, formann Endurlífgunarráðs og lækni, í Reykjavík síðdegis í gær um málið. „Þetta er mjög langur tími sem drengurinn er í hjartastoppi en það gleðilega í þessu er að hann virðist koma alveg heill út úr þessu. Maður er auðvitað alltaf mest hræddur um að það verði mikill heilaskaði þegar fólk fer lengi í hjartastopp en hann kemur alveg heill út úr þessu sem er bara alveg stórkostlegt,“ segir Felix. Hann segir að kuldinn hafi mikil áhrif á það og segir fjölmörg dæmi um það að hægt sé að halda endurlífgun áfram ansi lengi hjá sjúklingum sem kólna hratt niður. Felix nefnir dæmi um sænskan lækni sem féll niður undir ísbreiðu yfir á en líkamshiti hans mældist 13,9 gráður. Endurlífgun tók þá klukkutíma en læknirinn hafði verið undir ísbreiðunni í klukkutíma þegar endurlífgun hófst. „Þegar mikil ofkæling eru öll ytri merki þess að manneskjan sé látin, eins og var tilfellið með lækninn í Svíþjóð. Hún var bara með beina línu á hjartalínuriti og ljósopin stíf. Allt benti því til þess að það væri ekkert lífsmark hjá henni. En þá hefur kuldinn þau áhrif að hann hægir á öllum efnaskiptum í líkamanum svo ef maður nær að hita sjúklinginn upp hægt og rólega og koma blóðrásinni af stað að þá nær maður að bjarga heilanum.“ Felix segir mikilvægt að fólk kunni að beita góðu hjartahnoði alveg frá byrjun og það hafi skipt miklu máli í tilfelli litla drengsins í Pennsylvaníu að hjartahnoð hófst um leið og honum var bjargað upp úr vökinni.Hlusta má á viðtalið við Felix í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira