Innlent

Fæðingarorlof valda ójöfnuði

fanney birna jónsdóttir skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki segir fæðingarstöðum hafa fækkað og því þurfi sumir foreldrar að fara að heiman fyrir áætlaðan fæðingardag.
Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki segir fæðingarstöðum hafa fækkað og því þurfi sumir foreldrar að fara að heiman fyrir áætlaðan fæðingardag.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem hún segir að gæti ekki jafnræðis.

„Breytingarnar, sem ég legg til að verði gerðar á lögum ásamt meðflutningsmönnum mínum, er að þeir foreldrar sem eru í þessari stöðu geti hafið töku fæðingarorlofs fyrir settan dag og sá tími sem þau taka verði ekki dregin af fæðingarorlofinu sem þau fá með barninu, heldur bætist aftan við,“ segir Silja Dögg.

Núverandi löggjöf er á þann veg að móðir getur hafið töku fæðingarorlofs fyrir settan fæðingardag en það á ekki við um föður. Orlofið sem móðirin tekur fyrir fæðingu dregst þá frá þeim tíma sem hún hefur með kornabarninu.

„Auðvitað á fólk ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingarstöðum. Það er vel skiljanlegt að í þessu fámenna og dreifbýla landi, sé ekki hægt að halda úti fæðingarþjónustu um allt land. En þá þurfum við líka að koma til móts við þá sem eiga ekki kost á þessari þjónustu með ýmsum hætti,“ segir Silja Dögg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×