Innlent

Gert að víkja úr dómssal þegar sonur hans ber vitni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist á stjúpdóttur sína. Hæstiréttur hefur ákveðið að hann verði ekki viðstaddur skýrslutöku yfir syni sínum.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist á stjúpdóttur sína. Hæstiréttur hefur ákveðið að hann verði ekki viðstaddur skýrslutöku yfir syni sínum. Vísir/GVA
Hæstiréttur ætlar að gera karlmanni að víkja úr dómssal þegar fimmtán ára sonur hans ber vitni í máli gegn honum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist á stjúpdóttur sína við þáverandi heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún hlaut yfirborðsáverka og eymsli í hálsi, marblett yfir hægra mjaðmakambi, á hægri ökkla og sköflungi og eymsli í brjósti.

Héraðsdómur hafðu áður hafnað kröfunni um að láta manninn víkja úr dómssal á meðan vitnisburðinum stæði en Hæstiréttur segir í ákvörðun sinni að þó að drengurinn hafi náð 15 ára aldri og sé þannig skylt samkvæmt lögum að koma fyrir dóm sem vitni til að svara spurningum beri að líta til þess að hann sé enn barn að aldri.

Að teknu tilliti til aldurs drengsins og nánum fjölskyldutengslum hans við ákærða í málinu þótti réttinum ljóst að nærvera mannsins við skýrslugjöfina gæti orðið drengnum sérstaklega íþyngjandi og gæti haft áhrif á framburð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×